Eins og flestir landsmenn tóku eftir þá var hinn þekkti sjónvarpsþáttur Good Morning America sendur út beint frá Holuhrauni þann þriðja febrúar síðastliðinn. Drónar voru þema þáttarins og var fjallað um þessi fjarstýrðu flygildi út frá ólíkum notkunarmöguleikum þeirra. Eldgosið í Holuhrauni var notað sem dæmi um myndatöku við mjög erfiðar og hættulegar aðstæður þar…
Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra í samvinnu við Vini Vatnajökuls hafa sett upp nýja vefmyndavél í Holuhrauni sem sýnir eldgosið frá nýju sjónarhorni. Vefmyndavélin er staðsett vestan við gíginn og snýr í austur. Á henni eru tvær linsur, önnur með víðu sjónarhorni en hin með aðdrætti. Þannig er hægt að fylgjast með þessu ákveðna sjónarhorni bæði vítt og…
Vísindamannaráð almannavarna kom saman til fundar föstudaginn 30. janúar 2015 og sendi frá sér eftirfarandi yfirlit um þróun umbrotanna í Bárðarbungu og eldgossins í Holuhrauni. Skjalið, með myndum og gröfum, má nálgast í heild sinni hér á síðunni á pdf formi. Enn er öflugt eldgos í Holuhrauni og er talið að hraunrennslið sé nú…
Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun HÍ flugu yfir eldstöðvarnar í Holuhrauni á laugardaginn var, 10.01.2015. Með í för var myndatökumaður frá Stöð 2 og hafa myndir hans nú birst í fréttum stöðvarinnar, hér, og í fjölmiðlum út um allan heim. Myndirnar hér fyrir neðan eru úr þeirri ferð. Eldgosið í Holuhrauni hefur nú staðið yfir í 136…
Síðasta fréttabréf almannavarnadeildarinnar fyrir árið 2014 kom út í lok desember. Í fréttabréfinu er fjallað um jarðhræringarnar í Bárðarbungu og eldgosið í Holuhrauni og þátt almannavarnadeildarinnar í aðgerðinni. Fréttabréf AVD kemur út að jafnaði fjórum sinnum á ári og er þar sagt frá starfsemi almannavarnadeildarinnar. Hægt er að nálgast Fréttabréf AVD á vefsíðunni www.almannavarnir.is. Hér fyrir neðan má nálgast…
Grein eftir hóp íslenskra og erlendra vísindamanna, sem skýrir á ítarlegan hátt myndun kvikugangs frá Bárðarbungu og út í Holuhraun í aðdraganda gossins þar, birtist í dag í vefútgáfu hins virta vísindatímarits Nature. Eldsumbrotin í Holuhrauni hafa nú staðið yfir á fjórða mánuð og fátt bendir til þess að lát verði á þeim á næstunni.…
Hraunbreiðan í Holuhrauni heldur áfram að stækka jafnt og þétt. Eins og fram hefur komið hefur gengið heldur illa að afla nákvæmra upplýsinga um rúmmál hraunbreiðunnar og helgast það af því hve erfitt er að framkvæma nákvæmar mælingar á glóandi hrauninu. Ekki er mögulegt að ganga með mælitæki yfir hraunbreiðuna og mælingar úr flugvél eru vandasamar…
Í morgun klukkan 9:22 mældist SO2 mengun í Skaftafelli 1100 µg/m3, sem er óholt fyrir viðkvæma samkvæmt SO2 töflunni. Einstaklingar með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma forðist áreynslu utandyra. Í dag föstudaginn 12 desember má búast við gasmengun um suðaustanvert landið frá Klaustri og austur á Vopnafjörð og á morgun má búast við gasmengun víða á norðaustanverðu landinu.
Vísindamannaráð almannavarna kom saman til fundar í morgun, mánudaginn 8. desember, eins og það gerir reglulega þrisvar í viku. Á fundinum í morgun var farið yfir þær sviðsmyndir sem taldar eru líklegastar um framvindu eldgossins, en eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá ályktaði Vísindamannaráð að líklegast héldi gosið áfram í einhverja mánuði, að…
Í kvöld og á morgun verða tveir íbúafundir á Austurlandi um jarðhræringarnar í Bárðarbungu og eldgosið í Holuhrauni. Fulltrúar frá Jarðvísindastofnun, Sóttvarnalækni, Veðurstofunni, Umhverfisstofnun og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra munu fjalla um málefni tengd gosinu, þróun jarðhræringanna í Bárðarbungu, áhrif gasmengunarinnar frá Holuhrauni, viðbrögð og fleira tengt, jafnframt því að svara fyrirspurnum fundargesta. Fyrri fundurinn verður klukkan…