Hár styrkur SO2 mælist á Húsavík og nágrenni

Nú mælist styrkur SO2 á Húsavík og nágrenni yfir 4000 µg/m³ og eru íbúar hvattir til að kynna sér viðbrögð við SO2 mengun á vefsíðunni loftgæði.is og á vefsíðu almannavarna um eldgosið http://avd.is/is/?page_id=730  má nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar um mengun. Send hafa verið út SMS viðvörunarskilaboð í farsíma á Húsavík og nágrenni.

Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er búist við froststillu á gosstöðunum í Holuhrauni en við þær aðstæður má búast við að háum styrk mengunar, sérstaklega á svæðunum norðan og austan við eldstöðina.

Almannavarnir-50x50