Greining á áhrifum flóða í kjölfar eldgosa í Bárðarbungu

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Viðlagatrygging Íslands hafa unnið skýrslu „sem hafði það að megin markmiði að greina áhrif flóða í kjölfar eldgoss í Bárðarbungu vegna þriggja sviðsmynda, flóði í Jökulsá á Fjöllum, flóði á vatnasvæði Þjórsár og Tungnaár og flóð í Skjálfandafljóti. Flóð til norðurs í Jökulsá á Fjöllum og Skjálfandafljóti hefur að öllum líkindum umtalsverð áhrif innan flóðasvæðisins á hvorum stað. Áhrif stórflóðs á vatnasvæði Þjórsár og Tungnaár hefði að sama skapi mikil áhrif innan flóðasvæðisins en auk þess gríðarleg áhrif á alla helstu innviði landsins og um leið grunnstoðir samfélagsins. Sú mikla röskun sem verður á raforkuframleiðslu og raforkuflutningi, fjarskipti og samgöngur er meginástæða þeirra gríðarlegu áhrifa sem talið er að slíkar hamfarir gætu valdið. Áhrifamat vegna eldgoss í Bárðarbungu sem myndi skila flóði á vatnasvæði Þjórsár og Tungnaár gefur til kynna að um sé að ræða alvarlegustu áhrif á íslenskt samfélag sem almannavarnir hafa komið að því að greina, að undanskildum hernaðarógnum fyrri tíma. Sviðsmyndin bendir til þess að langvarandi efnahagsleg og samfélagsleg áhrif yrðu um land allt.
Afurð verkefnisins gefur yfirlit yfir mikilvæg úrlausnarefni vegna yfirvofandi atburða þannig að unnt sé að gera ítarlegar og samhæfðar viðbragðsáætlanir lykilaðila í viðbrögðum gegn náttúruhamförum til að draga úr áhrifum og eyðileggingu atburðanna.“ (Textinn er fenginn úr Samantekt skýrslunnar.) Skýrsluna má hlaða niður í heild sinni hér á pdf formi: Greining_a_ahrifum_floda_i_kjolfar_eldgosa_i_Bardarbungu_utgafa_2

Bbunga_DisaHogna_20141024

Bárðarbunga. Mynd Þórdís Högnadóttir.