Engar breytingar úr flugi vísindamanna með TF-SIF

Vísindamenn fóru í flug með TF-SIF yfir norðanverðan Vatnajökul. Með í ferð voru vísindamenn frá Veðurstofu, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Lagt var upp frá Reykjavík kl 14:00 og er áætlaður komutími til Reykjavíkur um kl 18:00.

Engar breytingar sáust á yfirborði jökulsins né á svæðinu norðan Dyngjujökuls. Unnið verður úr gögnum sem aflað var í fluginu í dag næstu daga.

TF-SIF. Mynd Lukas-Fehr.

TF-SIF. Mynd Lukas-Fehr.