Myndir úr vísindamannaflugi yfir gosstöðvunum
Vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í dag með flugvél ÍSAVÍA TF-FMS. Staðfest er að þrír sigkatlar hafa myndast í Dyngjujökli yfir bergganginum sem hefur skriðið frá Bárðarbungu frá 16. ágúst. Sigkatlarnir voru myndaðir með radarmyndavél og er niðurstöðva þeirra mælinga að vænta á morgun.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem starfsmaður almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra tók í ferðinni. Smellið á myndirnar til að sjá þær í fullri stærð.