TAG -Bárðarbunga

Fundur vísindamannaráðs Almannavarna 9. september

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sátu jafnframt Sóttvarnarlæknir og fulltrúi Umhverfisstofnunar. Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram: Ekkert dregur úr gosinu í Holuhrauni. Gosvirkni er svipuð og undanfarna daga. Hraun rennur til austurs af svipuðum krafti og áður. Það hægir ekki…

Bárðarbunga heldur áfram að síga

Vísindamenn og fulltrúar almannavarna flugu í dag yfir Bárðarbungu með flugvél ÍSAVÍA, TF-FMS. Mælingar sýna að yfirborð jökulsins hefur sigið um 2,5-3 metra frá því á laugardag, eða um 80-90 cm á dag. Frá því jarðhræringarnar hófust 16. ágúst síðastliðinn hefur askja Bárðarbungu sigið um 18,5 metra. Vísindamenn Jarðvísindastofnunar lýsa atburðunum sem hægu öskusigi. Kortið…

Fundur vísindamannaráðs Almannavarna 8. september

08.09. 2014 kl. 12:20 – Bárðarbunga Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn í dag sátu jafnframt fulltrúar Sóttvarnarlæknis og Umhverfisstofnunar. Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram: Ekkert dregur úr gosinu í Holuhrauni. o Gosvirkni er svipuð og undanfarna daga. Hraun rennur til…

Hraunið er nú rúmlega 17 ferkílómetrar

Hraunið sem runnið hefur úr gossprungunni í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls þekur nú rúmlega 17 ferkílómetra. Heildarmagn gosefna í hrauninu er talið vera um 120 milljónir rúmmetra. Til samanburðar má geta þess að Heymaey er 13, 4 ferkílómetrar að stærð. Myndin hér fyrir neðan sýnir hraunið lagt yfir kort af höfuðborgarsvæðinu. Myndin er unnin af Jarðvísindastofnun…

Tilkynning frá Umhverfisstofnun og Sóttvarnarlækni vegna brennisdíoxíð (SO2) á Austurlandi

Tilkynning frá Umhverfisstofnun og Sóttvarnarlækni vegna brennisdíoxíð (SO2) á Austurlandi Í síðustu daga hefur blá móða legið yfir Austurlandi vegna eldgossins í Holuhrauni og var hún óvenju mikil í gær laugardag. Há gildi mældust á vöktunarstöðvum í Reyðarfirði og loftmyndir bentu til að mengun væri jafnvel enn meiri á Jökuldal og Fljótsdal. Þau gildi sem…

Opnað fyrir aðgang vísindamanna og fjölmiðla að gosstöðvunum

Lögreglustjórinn á Húsavík í samráði við ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að aflétta tímabundnum takmörkunum á aðgangi vísindamanna og fjölmiðla, sem  hafa sérstök leyfi almannavarna til að fara inn á lokaða svæðið norðan Vatnajökuls. Almannavarnir ítreka þó að lokanir á svæðinu norðan Vatnajökuls við gosstöðvarnar eru enn í gildi gagnvart annarri umferð og er strangt tekið á…

Af fundi vísindamannaráðs Almannavarna 7. september

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram: Ekkert dregur úr gosinu í Holuhrauni. Kvikusteymi er milli 100 og 200 m3/s, hraunið gengur fram um 1 km á dag og var orðið um 16 km2 að stærð síðdegis í…

Nýjar myndir og kort með upplýsingum um eldgosið í Holuhrauni

Hér fyrir neðan eru nokkur kort frá vísindamönnum Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Fyrsta kortið sýnir sig yfirborðs Bárðarbungu. Mælingar sýna að yfirborð jökulsins hefur lækkað um 15 metra og er það mesta jarðsig sem mælst hefur frá því mælingar hófust fyrir rúmum 50 árum. Næsta mynd er tekin úr gervitungli NASA og sýnir…