Nú í kvöld hefur styrkur SO2 farið hækkandi á Ísafirði. Ekki er nettengdur mælir á Ísafirði en færanlegur mælir á staðnum sýnir að mengun er talsverð. Íbúar eru því hvattir til að kynna sér leiðbeiningar á vefsíðum Umhverfisstofnunar og Landlæknisembættisins um áhrif loftgæða á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosinu. Til að…
Íbúafundur verður haldinn í kvöld klukkan 20:00 í Skjólbrekku, Mývatnssveit. Efni fundarins tengist eldsumbrotunum í Holuhrauni, áhættuþáttum og viðbúnaði. Fulltrúar almannavarna, Umhverfisstofnunar, Jarðvísindastofnunar, Veðurstofunnar og viðbragðsaðila og fleiri verða á fundinum og flytja framsögu og munu svara fyrirspurnum fundarmanna. Íbúar eru hvattir til að mæta.
Eftirfarandi spá má lesa á vef Veðurstofu Íslands: Á mánudag og þriðjudag var vindur mjög hægur á landinu og varð vart við við gasmengun frá eldgosinu í flestum landshlutum. Í hægviðrinu er mögulegt að gasið safnist saman, þá einkum nærri eldstöðinni og nái háum styrk. Í dag (miðvikudag) er útlit fyrir hægt vaxandi austanátt. Það…
Styrkur SO2 er nú að mælast um 1000 mikrógrömm á rúmmetra í Landsveit við Leirubakka og nágrenni. Íbúar eru beðnir að fylgjast vel með mælingum á vefsíðu Umhvefisstofnunar www.loftgaedi.is og halda sig innandyra,loka gluggum og hækka í ofnum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vill minna á töflu um möguleg heilsufarsleg áhrif og rétt viðbrögð eftir styrkleika SO2. Hægt er að…
Nú í morgun hefur styrkur SO2 farið hækkandi á nokkrum stöðum á Norðaustur-og Suðausturlandi. Í Jökuldal, Borgarfirði eystri og Skaftafelli eru mælar, sem ekki eru nettengdir og hafa borist upplýsingar um hækkandi mengunargildi frá þessum stöðum í morgun. Sérstaklega hár toppur var mældur í Jökuldalnum upp úr hádeginu og voru send SMS viðvörunarboð í farsíma á það svæði. Íbúar eru hvattir til að…
Nú eru 40 dagar frá því eldgos hófst í Holuhrauni. Það var um kl. 4:00 að morgni sunnudagsins 31. ágúst sem eldgosið, sem nú stendur, hófst. Tveimur dögum áður, þann 29. ágúst kl. 00:02, hófst reyndar lítið eldgos á sama stað og það seinna, en það gos var mjög lítið og dó út á örfáum…
Upplýsingar hafa borist almannavörnum að töluverða móðu leggi nú yfir suðurland og Reykjanes. Samkvæmt sjálfvirkum mæli í Þjórsárdal fer gildi brennisteinsdíoxíðs hækkandi á því svæði og stendur mælirinn nú í 1500 míkrógrömmum á hvern rúmmetra lofts. Eins má sjá á nýlegri loftmynd frá Veðurstofu Íslands hvernig móðan frá gosstöðvunum dreifir úr sér til suðvesturs. Almenningur…
Brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun frá eldgosinu í Holuhrauni mældist á höfuðborgarsvæðinu í gær og mun samkvæmt spá Veðurstofu Íslands verður greinanleg á Suður- og Vesturlandi næstu daga. Almannavarnir vilja hvetja almenning til þess að kynna sér upplýsingar um loftgæði á síðunni www.loftgaedi.is og á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is Einnig má finna upplýsingar á síðu almannavarna www.avd.is Rétt…
Almannavörnum hafa borist tilkynningar um há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) á Djúpavogi, Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði. Gildin eru allt að 2400 míkrógrömm á rúmmetra. Allir þeir sem eru á svæðinu, eða eiga leið um svæðið, eru hvattir til þess að kynna sér leiðbeiningar Umhverfisstofnunar og Landlæknis um viðbrögð við mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni. Hér á síðunni…
Háir mengunartoppar hafa mælst nú um hádegið eða um 1400 – 1700 µg/m3 á Breiðdalsvík og nágrenni. Einnig má búast við mengun frá eldgosinu í Holuhrauni, á Djúpavogi og Fáskrúðsfirði í dag svo og víðar á Austurlandi. Fólk á svæðinu er beðið um að fylgjast vel með mælum Umhverfisstofnunar á www.loftgaedi.is Verði fólk vart við mikla…