CATEGORY Bárðarbunga

Aðstæður á gosstöðvunum í Holuhrauni erfiðar og hættulegar

Rúnar Snær Reynisson, fréttamaður RUV, er á gosstöðvunum. Rúnar lýsir vel þeim erfiðu aðstæðum sem vísindamenn og fréttamenn þurfa að glíma við. Fréttina má finna á vef RUV, en hana má einnig lesa hér fyrir neða. Full ástæða er til að ítreka að svæðið er lokað almennri umferð en þær varúðarráðstafanir verða vel skiljanlegar við…

Lokað fyrir alla umferð inn að gosstöðvunum

Lögreglustjórinn á Húsavík hefur ákveðið í ljósi aukins óróa á gosstöðvunum í dag að loka fyrir alla frekari umferð inn á svæðið norðan Vatnajökuls. Fjölmiðlar og vísindamenn hafa til þessa haft takmarkaðan aðgang að svæðinu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Á meðan þessi óvissa varir er ekki talið rétt að hleypa fleirum inn á svæðið. Jafnframt…

Óbreytt ástand

Mikil umræða hefur verið um aðgang almennings að gossvæðinu í Holuhrauni og þær lokanir sem verið hafa í gildi frá því jarðhræringarnar hófust í Bárðarbungu 16. ágúst síðastliðinn. Eins og komið hefur fram í dag, og raunar allt frá því þessi atburðarás hófst, þá eru enn mjög miklar jarðhræringar á svæðinu öllu. Jarðskjálftar á svæðinu…

Órói á gossvæðinu í Holuhrauni. Vísindamenn fara af svæðinu.

Samhæfingastöðin í Skógarhlíð er í sambandi við vísindamenn sem eru staddir við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Nú er mikill órói á gossvæðinu og eru allir vísindamenn að fara af svæðinu. Þeim tilmælum hefur einnig verið komið til fjölmiðlamanna að fara af svæðinu. SMS skilaboð hafa verið send á alla farsíma á svæðinu. Hér er um varúðarráðstöfun…

Fundur vísindamannaráðs almannavarna 3. september 2014

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram: Skjálftavirkni heldur áfram, um 160 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Flestir skjálftar mælast á nyrsta hluta Dyngjujökuls. Kl. 03:08 mældist skjálfti að stærð 5,5 norðantil í Bárðarbunguöskjunni. GPS mælingar sýna að…

Gosið í Holuhrauni er stöðugt

Eldgosið í Holuhrauni er enn öflugt. Nýjustu fréttir frá vísindamönnum á staðnum staðfesta að gosið hegðar sér með líkum hætti og það hefur gert síðustu tvo daga. Töluvert hraun rennur frá gossprungunni og er talið að hraunið sé nú rúmir 6 ferkílómetrar. Jarðskjálftavirkni á svæði er enn mjög öflug. Í nótt varð skjálfti í Bárðarbungu…

Kortið eins og það lítur út að morgni 29. ágúst

Viðbúnaðarstig flugs lækkað niður í appelsínugult

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að lækka viðbúnaðarstig fyrir flug frá rauðu og niður á appelsínugult stig. Áður útgefið NOTAM vegna skilgreinds hættusvæðis fyrir flug sem gildir til 10:30 verður því ekki framlengt.  Þannig hefur eldgosið ekki lengur áhrif á flug. Áfram er þó í gildi haftasvæði sem Samgöngustofa lét gefa út, en það hefur nú…

Fundir vegna jarðskjálftahrinunnar við Bárðarbungu og fréttir úr eftirlitsflugi TF-SIF

Í kvöld klukkan 20:00  er fyrirhugaður íbúafundur í Ljósvetningabúð með lögreglustjóranum á Húsavík,  fulltrúum almannavarna, Veðurstofunnar og öðrum hagsmunaaðilum. Farið verður yfir málefni er varða jarðskjálftahrinuna við Bárðarbungu, viðbúnað og viðbrögð og fyrirspurnum íbúa um málið svarað. Í morgun var daglegur stöðufundur með viðbragðs- og hagsmunaaðilum í húsnæði björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík. Þá var fundur í vísindamannaráði almannavarna en þar…