Rúnar Snær Reynisson, fréttamaður RUV, er á gosstöðvunum. Rúnar lýsir vel þeim erfiðu aðstæðum sem vísindamenn og fréttamenn þurfa að glíma við. Fréttina má finna á vef RUV, en hana má einnig lesa hér fyrir neða. Full ástæða er til að ítreka að svæðið er lokað almennri umferð en þær varúðarráðstafanir verða vel skiljanlegar við…
Í gær var ákveðið að rýma svæðið næst gosstöðvunum og setja upp innri lokun þar við. Þetta var gert vegna mikils óróa sem kom fram á mælum og ekki var hægt að staðsetja eða útskýra með vissu. Óróinn gekk niður í gærkvöldi og hefur ekki orðið vart aftur í sama mæli og í gær. Lögreglustórinn…
Lögreglustjórinn á Húsavík hefur ákveðið í ljósi aukins óróa á gosstöðvunum í dag að loka fyrir alla frekari umferð inn á svæðið norðan Vatnajökuls. Fjölmiðlar og vísindamenn hafa til þessa haft takmarkaðan aðgang að svæðinu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Á meðan þessi óvissa varir er ekki talið rétt að hleypa fleirum inn á svæðið. Jafnframt…
Mikil umræða hefur verið um aðgang almennings að gossvæðinu í Holuhrauni og þær lokanir sem verið hafa í gildi frá því jarðhræringarnar hófust í Bárðarbungu 16. ágúst síðastliðinn. Eins og komið hefur fram í dag, og raunar allt frá því þessi atburðarás hófst, þá eru enn mjög miklar jarðhræringar á svæðinu öllu. Jarðskjálftar á svæðinu…
Samhæfingastöðin í Skógarhlíð er í sambandi við vísindamenn sem eru staddir við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Nú er mikill órói á gossvæðinu og eru allir vísindamenn að fara af svæðinu. Þeim tilmælum hefur einnig verið komið til fjölmiðlamanna að fara af svæðinu. SMS skilaboð hafa verið send á alla farsíma á svæðinu. Hér er um varúðarráðstöfun…
Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram: Skjálftavirkni heldur áfram, um 160 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Flestir skjálftar mælast á nyrsta hluta Dyngjujökuls. Kl. 03:08 mældist skjálfti að stærð 5,5 norðantil í Bárðarbunguöskjunni. GPS mælingar sýna að…
Eldgosið í Holuhrauni er enn öflugt. Nýjustu fréttir frá vísindamönnum á staðnum staðfesta að gosið hegðar sér með líkum hætti og það hefur gert síðustu tvo daga. Töluvert hraun rennur frá gossprungunni og er talið að hraunið sé nú rúmir 6 ferkílómetrar. Jarðskjálftavirkni á svæði er enn mjög öflug. Í nótt varð skjálfti í Bárðarbungu…
Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að lækka viðbúnaðarstig fyrir flug frá rauðu og niður á appelsínugult stig. Áður útgefið NOTAM vegna skilgreinds hættusvæðis fyrir flug sem gildir til 10:30 verður því ekki framlengt. Þannig hefur eldgosið ekki lengur áhrif á flug. Áfram er þó í gildi haftasvæði sem Samgöngustofa lét gefa út, en það hefur nú…
Í kvöld klukkan 20:00 er fyrirhugaður íbúafundur í Ljósvetningabúð með lögreglustjóranum á Húsavík, fulltrúum almannavarna, Veðurstofunnar og öðrum hagsmunaaðilum. Farið verður yfir málefni er varða jarðskjálftahrinuna við Bárðarbungu, viðbúnað og viðbrögð og fyrirspurnum íbúa um málið svarað. Í morgun var daglegur stöðufundur með viðbragðs- og hagsmunaaðilum í húsnæði björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík. Þá var fundur í vísindamannaráði almannavarna en þar…