Almannavarnir, Umhverfisstofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Sóttvarnalæknir hafa fengið nokkuð af fyrirspurnum frá leik- og grunnskólum um hvar upplýsingar megi finna varðandi gosmengunina. Almannavarnir gefa út tilkynningar þegar háir mengunartoppar ganga yfir og nauðsynlegt er að fólk haldi sig inni og loki gluggum. Athugið að mengunartoppar ganga jafnan hratt fyrir. Það breytir ekki því að…
Nú í kvöld hefur styrkur SO2 farið hækkandi á Ísafirði. Ekki er nettengdur mælir á Ísafirði en færanlegur mælir á staðnum sýnir að mengun er talsverð. Íbúar eru því hvattir til að kynna sér leiðbeiningar á vefsíðum Umhverfisstofnunar og Landlæknisembættisins um áhrif loftgæða á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosinu. Til að…
Íbúafundur verður haldinn í kvöld klukkan 20:00 í Skjólbrekku, Mývatnssveit. Efni fundarins tengist eldsumbrotunum í Holuhrauni, áhættuþáttum og viðbúnaði. Fulltrúar almannavarna, Umhverfisstofnunar, Jarðvísindastofnunar, Veðurstofunnar og viðbragðsaðila og fleiri verða á fundinum og flytja framsögu og munu svara fyrirspurnum fundarmanna. Íbúar eru hvattir til að mæta.
Eftirfarandi spá má lesa á vef Veðurstofu Íslands: Á mánudag og þriðjudag var vindur mjög hægur á landinu og varð vart við við gasmengun frá eldgosinu í flestum landshlutum. Í hægviðrinu er mögulegt að gasið safnist saman, þá einkum nærri eldstöðinni og nái háum styrk. Í dag (miðvikudag) er útlit fyrir hægt vaxandi austanátt. Það…
Styrkur SO2 er nú að mælast um 1000 mikrógrömm á rúmmetra í Landsveit við Leirubakka og nágrenni. Íbúar eru beðnir að fylgjast vel með mælingum á vefsíðu Umhvefisstofnunar www.loftgaedi.is og halda sig innandyra,loka gluggum og hækka í ofnum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vill minna á töflu um möguleg heilsufarsleg áhrif og rétt viðbrögð eftir styrkleika SO2. Hægt er að…
Upplýsingar hafa borist almannavörnum að töluverða móðu leggi nú yfir suðurland og Reykjanes. Samkvæmt sjálfvirkum mæli í Þjórsárdal fer gildi brennisteinsdíoxíðs hækkandi á því svæði og stendur mælirinn nú í 1500 míkrógrömmum á hvern rúmmetra lofts. Eins má sjá á nýlegri loftmynd frá Veðurstofu Íslands hvernig móðan frá gosstöðvunum dreifir úr sér til suðvesturs. Almenningur…
Brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun frá eldgosinu í Holuhrauni mældist á höfuðborgarsvæðinu í gær og mun samkvæmt spá Veðurstofu Íslands verður greinanleg á Suður- og Vesturlandi næstu daga. Almannavarnir vilja hvetja almenning til þess að kynna sér upplýsingar um loftgæði á síðunni www.loftgaedi.is og á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is Einnig má finna upplýsingar á síðu almannavarna www.avd.is Rétt…
Almannavörnum hafa borist tilkynningar um há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) á Djúpavogi, Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði. Gildin eru allt að 2400 míkrógrömm á rúmmetra. Allir þeir sem eru á svæðinu, eða eiga leið um svæðið, eru hvattir til þess að kynna sér leiðbeiningar Umhverfisstofnunar og Landlæknis um viðbrögð við mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni. Hér á síðunni…
Háir mengunartoppar hafa mælst nú um hádegið eða um 1400 – 1700 µg/m3 á Breiðdalsvík og nágrenni. Einnig má búast við mengun frá eldgosinu í Holuhrauni, á Djúpavogi og Fáskrúðsfirði í dag svo og víðar á Austurlandi. Fólk á svæðinu er beðið um að fylgjast vel með mælum Umhverfisstofnunar á www.loftgaedi.is Verði fólk vart við mikla…
Mjög háir mengunartoppar hafa verið að mælast í nótt og í morgun við Mývatn en einnig hefur mengun verið að mælast á Húsavík.Veðurstofan bendir á að í dag (miðvikudag) er spáð sunnanátt og dreifist þá gasmengunin frá eldgosinu til norðurs og markast áhrifasvæðið af Bárðardal í vestri og Hólasandi í austri. Suðvestlægari vindur í kvöld…