Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun HÍ flugu yfir eldstöðvarnar í Holuhrauni á laugardaginn var, 10.01.2015. Með í för var myndatökumaður frá Stöð 2 og hafa myndir hans nú birst í fréttum stöðvarinnar, hér, og í fjölmiðlum út um allan heim. Myndirnar hér fyrir neðan eru úr þeirri ferð. Eldgosið í Holuhrauni hefur nú staðið yfir í 136…
Hraunbreiðan í Holuhrauni heldur áfram að stækka jafnt og þétt. Eins og fram hefur komið hefur gengið heldur illa að afla nákvæmra upplýsinga um rúmmál hraunbreiðunnar og helgast það af því hve erfitt er að framkvæma nákvæmar mælingar á glóandi hrauninu. Ekki er mögulegt að ganga með mælitæki yfir hraunbreiðuna og mælingar úr flugvél eru vandasamar…
Vísindamannaráð almannavarna kom saman til fundar í morgun, mánudaginn 8. desember, eins og það gerir reglulega þrisvar í viku. Á fundinum í morgun var farið yfir þær sviðsmyndir sem taldar eru líklegastar um framvindu eldgossins, en eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá ályktaði Vísindamannaráð að líklegast héldi gosið áfram í einhverja mánuði, að…
Á fundi Vísindamannaráðs, í dag miðvikudaginn 3. desember, var farið yfir gögn um þróun atburða í Bárðarbungu og eldgossins í Holuhrauni frá upphafi umbrotanna. Flest fyrirliggjandi gögn sýna að heldur hefur dregið úr bæði sigi Bárðarbungu og gosinu í Holuhrauni. Jarðskjálftavirkni og hraunflæði er þó enn mikið í samanburði við þau eldgos sem orðið hafa…
Eldgosið í Holuhrauni hefur nú staðið í 92 daga, ef talið er frá 31. ágúst er núverandi gos hófst. Reyndar hafði gos hafist, á nákvæmlega sama stað, þann 28. ágúst en það gos dó út á nokkrum klukkutímum. Eldgosið í Holuhrauni er því að verða eitt allra stærsta eldgos síðari tíma og þarf að leita…
Á þriðjudaginn var, 11. nóvember, flugu starfsmenn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra ásamt vísindamönnum frá Jarðvísindastofnun HÍ að gosstöðvunum í Holuhrauni. Markmið ferðarinnar var að kanna framgang gossins, taka sýni úr hraunjaðrinum og síðast en ekki síst að grafa GPS stöðina í öskju Bárðarbungu upp úr snjónum sem fallið hefur á jökulinn síðustu vikurnar. GPS stöðin var að…
Margir eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því hvað askja Bárðarbungu er stór. Eldstöðin hefur verið í fréttum daglega frá því umbrotin hófust þann 16. ágúst síðastliðinn og sérstaklega eftir að stórir jarðskjálftar, um og yfir M5,0 að stærð, fóru að mælast í öskjunni sjálfri og yfirborð hennar tók að síga. Sigið er…
Eldgosið í Holuhrauni hefur nú staðið yfir í 57 daga. Hraunbreiðan var síðast mæld fyrir helgi og var hún þá rúmlega 63 ferkílómetrar að stærð. Myndirnar hér fyrir neðan sýna gosið frá mismunandi sjónarhorni. Fyrst er mynd sem Egill Aðalsteinsson tók fyrir Vísir.is, en myndin er birt með góðfúslegu leyfi Vísis. Myndin sýnir vel svart…
Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram af svipuðum krafti og undanfarna daga og enn er ekkert lát á sigi öskju Bárðarbungu. Rúmmál sigskálarinnar er nú metið 0,6 rúmkílómetrar. Nánar má lesa um niðurstöður fundar Vísindamannaráðs almannavarna, sem haldinn var að Bifröst í Borgarfirði í morgun í tengslum við FutureVolc rannsóknarverkefnið, hér á síðunni. Nánar má lesa…
Ekkert lát virðist vera á eldgosinu í Holuhrauni. Hraunbreiðan stækkar enn og samkvæmt nýjustu mælingum er hún nú rúmir 37 ferkílómetrar. Samkvæmt vísindamönnum á vettvangi rennur hraunið nú norðan við hraunjaðarinn til norðausturs. Enn kemur mikið upp af brennisteinsdíoxíði með eldgosinu. Vísindamenn á vettvangi telja að 90% gas efnanna komi upp um gígana en aðeins…