Vísindamannaráð almannavarna kom saman til fundar föstudaginn 30. janúar 2015 og sendi frá sér eftirfarandi yfirlit um þróun umbrotanna í Bárðarbungu og eldgossins í Holuhrauni. Skjalið, með myndum og gröfum, má nálgast í heild sinni hér á síðunni á pdf formi. Enn er öflugt eldgos í Holuhrauni og er talið að hraunrennslið sé nú…
Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun HÍ flugu yfir eldstöðvarnar í Holuhrauni á laugardaginn var, 10.01.2015. Með í för var myndatökumaður frá Stöð 2 og hafa myndir hans nú birst í fréttum stöðvarinnar, hér, og í fjölmiðlum út um allan heim. Myndirnar hér fyrir neðan eru úr þeirri ferð. Eldgosið í Holuhrauni hefur nú staðið yfir í 136…
Grein eftir hóp íslenskra og erlendra vísindamanna, sem skýrir á ítarlegan hátt myndun kvikugangs frá Bárðarbungu og út í Holuhraun í aðdraganda gossins þar, birtist í dag í vefútgáfu hins virta vísindatímarits Nature. Eldsumbrotin í Holuhrauni hafa nú staðið yfir á fjórða mánuð og fátt bendir til þess að lát verði á þeim á næstunni.…
Hraunbreiðan í Holuhrauni heldur áfram að stækka jafnt og þétt. Eins og fram hefur komið hefur gengið heldur illa að afla nákvæmra upplýsinga um rúmmál hraunbreiðunnar og helgast það af því hve erfitt er að framkvæma nákvæmar mælingar á glóandi hrauninu. Ekki er mögulegt að ganga með mælitæki yfir hraunbreiðuna og mælingar úr flugvél eru vandasamar…
Vísindamannaráð almannavarna kom saman til fundar í morgun, mánudaginn 8. desember, eins og það gerir reglulega þrisvar í viku. Á fundinum í morgun var farið yfir þær sviðsmyndir sem taldar eru líklegastar um framvindu eldgossins, en eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá ályktaði Vísindamannaráð að líklegast héldi gosið áfram í einhverja mánuði, að…
Á fundi Vísindamannaráðs, í dag miðvikudaginn 3. desember, var farið yfir gögn um þróun atburða í Bárðarbungu og eldgossins í Holuhrauni frá upphafi umbrotanna. Flest fyrirliggjandi gögn sýna að heldur hefur dregið úr bæði sigi Bárðarbungu og gosinu í Holuhrauni. Jarðskjálftavirkni og hraunflæði er þó enn mikið í samanburði við þau eldgos sem orðið hafa…
Eldgosið í Holuhrauni hefur nú staðið í 92 daga, ef talið er frá 31. ágúst er núverandi gos hófst. Reyndar hafði gos hafist, á nákvæmlega sama stað, þann 28. ágúst en það gos dó út á nokkrum klukkutímum. Eldgosið í Holuhrauni er því að verða eitt allra stærsta eldgos síðari tíma og þarf að leita…
Á þriðjudaginn, 18. nóvember, var boðið til opins fundar um brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun frá eldgosinu í Holuhrauni. Að fundinum stóðu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Veðurstofa Íslands, Umhverfisstofnun, Sóttvarnarlæknir og Vinnueftirlit ríkisins. Fundurinn var haldinn í móttökuhúsi Veðurstofunnar, Bústaðavegi 7. Fundinum var streymt yfir netið og er enn hægt að horfa á upptöku af fundinum. Einnig eru glærur…
„Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með svipuðum hætti og verið hefur síðustu vikurnar.“ Þessi lýsing á umbrotunum í Holuhrauni er farin að hljóma ansi kunnuglega í eyrum landsmanna, enda hefur eldgosið nú staði yfir í 79 daga og síðustu vikurnar hefur hegðun gossins líðið breyst. Hraun streymir enn uppúr samfelldri gígaröð eða gosrás, sem er…
Á þriðjudaginn var, 11. nóvember, flugu starfsmenn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra ásamt vísindamönnum frá Jarðvísindastofnun HÍ að gosstöðvunum í Holuhrauni. Markmið ferðarinnar var að kanna framgang gossins, taka sýni úr hraunjaðrinum og síðast en ekki síst að grafa GPS stöðina í öskju Bárðarbungu upp úr snjónum sem fallið hefur á jökulinn síðustu vikurnar. GPS stöðin var að…