Almannavörnum hafa borist tilkynningar um há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) á Djúpavogi, Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði. Gildin eru allt að 2400 míkrógrömm á rúmmetra. Allir þeir sem eru á svæðinu, eða eiga leið um svæðið, eru hvattir til þess að kynna sér leiðbeiningar Umhverfisstofnunar og Landlæknis um viðbrögð við mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni. Hér á síðunni…
Mjög háir mengunartoppar hafa verið að mælast í nótt og í morgun við Mývatn en einnig hefur mengun verið að mælast á Húsavík.Veðurstofan bendir á að í dag (miðvikudag) er spáð sunnanátt og dreifist þá gasmengunin frá eldgosinu til norðurs og markast áhrifasvæðið af Bárðardal í vestri og Hólasandi í austri. Suðvestlægari vindur í kvöld…
Hækkandi gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) mælast nú við Mývatn (við Reykjahlíð og Voga). Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vill hvetja íbúa til að fylgjast vel með og kynna sér töflu um áhrif SO2 á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð á vefsíðu Umhverfisstofnunar á slóðinni http://ust.is/einstaklingar/loftgaedi/so2 og styrk brennisteinsdíoxíðs á vefsíðunni www.loftgæði.is.
Ekkert lát virðist vera á eldgosinu í Holuhrauni. Hraunbreiðan stækkar enn og samkvæmt nýjustu mælingum er hún nú rúmir 37 ferkílómetrar. Samkvæmt vísindamönnum á vettvangi rennur hraunið nú norðan við hraunjaðarinn til norðausturs. Enn kemur mikið upp af brennisteinsdíoxíði með eldgosinu. Vísindamenn á vettvangi telja að 90% gas efnanna komi upp um gígana en aðeins…
Stöðugt er unnið að því að uppfæra og bæta spákort Veðurstofu Íslands á dreifingu gas efna frá eldgosinu í Holuhrauni. Kortið hér fyrir neðan sýnir líklega gasdreifingu í dag og kortið þar fyrir neðan sýnir líklega gasdreifingu á morgun, sunnudag 21. september. Spákortin má finna á vef Veðurstofunnar. Í síðunni má einnig lesa textaspá sem…
Veðurstofan hefur enn bætt spákort sitt fyrir dreifingu gass frá gosstöðvunum í Holuhrauni. Síðuna má finna hér. Spá Veðurstofunnar frá því í morgun er svo hljóðandi: Í dag má búast við loftmengun norður af gosstöðvum í Holuhrauni, frá Mývatni í vestri að Vopnafirði í austir. Síðdegis snýst vindur í vestlægari átt, og dreifist mengunin þá…
Veðurstofan hefur birt á vefsíðu sinni kort sem sýna líklega gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni næstu daga. Kortin og textaspá Veðurstofunnar má finna hér. Textaspáin fyrir daginn í dag hljómar svo: A-læg átt og má búast við gasmengun á hálendinu vestan gosstöðvanna. Mengunarsvæðið markast af Langjökli í vestri og Tindfjöllum í suðri. Ekki er hægt…
Útbúið hefur verið sérstakt skráningarform þar sem hægt er að skrá hvort vart hafi orðið við brennisteinslykt, hvar viðkomandi var staddur og hvort einhver líkamleg einkenni hafi fylgt. Skráningar birtast síðan í rauntíma á vefkorti sem má sjá hér á síðunni. Hver punktur sýnir eina skráningu og liturinn segir til um hvort mengunar hafi orðið…
Líklegt áhrifasvæði loftmengunar frá jarðeldunum í Holuhrauni er í dag einkum bundið við landsvæðið nálægt gosstöðvunum og við svæðið til norðausturs, frá Herðubreið í norðri og Kárahnjúkum í suðri. Í dag er vindur á svæðinu mjög hægur og í slíkum aðstæðum getur mengunin sest fyrir í lægðum í landslagi og náð þar háum styrk. Í…
Styrkur SO2 fer nú hratt upp á við á Kópaskeri og nágrenni. Öllum er ráðlagt að halda sig innandyra, loka gluggum og hækka í ofnum. Engir mælar eru á svæðinu en íbúar hafa orðið varir við mengunina. Almannanvarnadeild ríkislögreglustjóra vill minna á töflu um möguleg heilsuáhrif og rétt viðbrögð eftir styrkleika: http://ust.is/einstaklingar/loftgaedi/so2#Tab1