Mjög há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) hafa mælst í kvöld á Reyðarfirði eða um 4.000 µg/m3. Þetta eru hæstu gildi sem mælst hafa síðan byrjað var að mæla SO2 frá eldstöðinni í Holuhrauni á Reyðarfirði. Gera má ráð fyrir að svipuð mengun sé á fleiri stöðum á Austfjörðum, þó svo að mælingarnar hafi komið fram á…
Allt frá því jarðhræringarnar fyrir norðan Vatnajökul hófust um miðjan ágúst síðastliðinn hefur hættan á flóðum vegna eldgosa undir jökli verið yfirvofandi. Ákveðið var að loka svæðinu norðan jökulsins vegna þessarar hættu. Eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst hafa eiturgufur og aðrar hættur við gosstöðvarnar verið almannavarnayfirvöldum áhyggjuefni. Bráð lífshætta getur stafað af eiturgasi og ekki…
Eftirfarandi punktar eru frá Matvælastofnun. Þá má einnig finna hér á vef stofnunarinnar. Öskufall Tryggja öllum dýrum hreint drykkjarvatn, svo sem kostur er. Sjá til þess að skepnur á útigangi hafi aðgang að rennandi vatni eða færa þeim hreint vatn reglulega og koma í veg fyrir að þær drekki úr stöðnu vatni. Kanna ástand vatnsbóla…
Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sátu jafnframt Sóttvarnarlæknir og fulltrúi Umhverfisstofnunar. Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram: Ekki dregur úr gosinu í Holuhrauni. Samkvæmt athugunum á vettvangi er gosvirkni svipuð og undanfarna daga. Hraun rennur áfram í farveg Jökulsár á Fjöllum,…
Eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan færist hraunjaðarinn í Holuhrauni nær því að loka vestari á Jökulsár á Fjöllum með hverri stundinni sem líður. Í dag mun koma í ljós hvert vatnið mun leita. Vatnið mun sennilega mynda lón fyrir ofan hraunjaðarinn áður en það nær að renna yfir hraunið. Við munum…
Hér er hlekkur á upplýsingasíðuna: Loftgæði vegna eldgoss í Holuhrauni. Taflan hér fyrir neðan er tekin af síðu Umhverfisstofnunar. Hér er taflan á pdf formi: SO2 áhrif á heilsufar manna_20140911
Gosmökkurinn frá eldgosinu í Holuhrauni er vel sýnilegur á loftmyndum sem teknar eru úr gervitunglum. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af þeim myndum sem okkur hafa borist síðustu daga.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ásamt ráðuneytisstjórum forsætis- og innanríkisráðuneyta, heimsótti almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í gær, þriðjudaginn 10. september. Sérfræðingar almannavarna fóru yfir stöðu mála á gosstöðvunum í Holuhrauni og nýjustu upplýsingar um hegðun Bárðarbungu. Forsætisráðherra sagði frá þeirri ákvörðun sinni að skipaður hefði verið sérstakur viðbragðshópur ráðuneytisstjóra sem yrði í nánu og reglulegu sambandi við þær…
Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sátu jafnframt Sóttvarnarlæknir og fulltrúi Umhverfisstofnunar. Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram: Ekki dregur úr gosinu í Holuhrauni. Samkvæmt athugunum á vettvangi er gosvirkni svipuð og undanfarna daga. Hraun rennur til austurs, lítill hluti þess breiðir…
Hár styrkur SO2 mældist á Reyðarfirði kl 14 í dag. Hæstu toppar fóru upp í tæp 2600µg/m3. Það mesta virðist gengið yfir og gildi fara lækkandi en óvissa er um framhaldið. Börn og fólk sem er viðkvæmt fyrir ætti að halda sig innandyra og loka öllum gluggum. Slökkva á loftræstingu þar sem það á við.…