Há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) mælast nú á norðanverðu Snæfellsnesi og í Búðardal. Handheldur SO2 mælir í Ólafsvík sýnir 3700 µg/m³ SO2. Þessar mælingar eru í samræmi við spá Veðurstofu Íslands sem spáði gasmengun á norðvesturlandi í dag. SMS skilaboð hafa verið send í farsímanúmer á svæðinu. Almenningur er hvattur til þess að kynna sér ráðleggingar…
Aukin brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú á Akureyri. Sjálfvirkur loftgæðamælir á Akureyri er ekki tengdur við netið eins og er en unnið er að viðgerð. Hægt er að lesa af honum handvirkt og er hann núna í 4000 míkrógrömm á rúmmetra. Íbúar á svæðinu eru hvattir til þess að fylgjast vel með frekari fréttum og…
Aukin brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú í Skagafirði. Hæðstu gildi sem mældust í morgun á Sauðárkróki voru 1.7 ppm sem er um 5100 míkrógrömm á rúmmetra. Einnig hefur mælst aukinn styrkur í Stykkishólmi en þar hefur mælst 0.9 ppm en það eru um 2700 míkrógrömm á rúmmetra. Íbúar á svæðinu eru hvattir til þess að…
Mengunarmælar í Hveragerði og á höfðuborgarsvæðinu sýna nú hækkun á styrk brennisteinsdíoxíðs (SO2). Hæsta gildi í Hveragerði hefur farið yfir 1400 µg/m3 og mælir í Hvaleyrarholti hefur farið yfir 1500 µg/m3. Hæg austanátt er núna á þessu svæði og eykur það líkurnar á því að styrkur brennisteinsdíoxíðs eigi eftir að hækka. Fólk með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma…
Margir eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því hvað askja Bárðarbungu er stór. Eldstöðin hefur verið í fréttum daglega frá því umbrotin hófust þann 16. ágúst síðastliðinn og sérstaklega eftir að stórir jarðskjálftar, um og yfir M5,0 að stærð, fóru að mælast í öskjunni sjálfri og yfirborð hennar tók að síga. Sigið er…
Eldgosið í Holuhrauni hefur nú staðið yfir í 57 daga. Hraunbreiðan var síðast mæld fyrir helgi og var hún þá rúmlega 63 ferkílómetrar að stærð. Myndirnar hér fyrir neðan sýna gosið frá mismunandi sjónarhorni. Fyrst er mynd sem Egill Aðalsteinsson tók fyrir Vísir.is, en myndin er birt með góðfúslegu leyfi Vísis. Myndin sýnir vel svart…
Mengunarmælar sýnda að styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) er 1.800 míkrógrömm á rúmmetra á Höfn í Hornafirði og í Skaftafelli. Búast má við því að svipuð eða hærri gildi séu á svæðinu þar á milli. Hæsta gildi SO2 sem mælst hefur síðan í morgun er 2.200 míkrógrömm á rúmmetra í Suðursveit og á Mýrum. Fólk með undirliggjandi…
Aukin brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni. Mælar sýna að styrkurinn er á bilinu 1400-3300 míkrógrómm á rúmmetra. Íbúar svæðisins eru hvattir til þess að fylgjast vel með frekari fréttum og kynna sér vel leiðbeiningar yfirvalda sem finna má hér á síðunni. Hlekkurinn er hér. Fólk með undirliggjandi öndunarfæra sjúkdóma er hvatt…
Mikil brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú á Höfn í Hornafirði. Mengunarmælar sýndu að styrkur SO2 væri á bilinu 9.000-21.000 míkrógrömm á rúmmetra. Almannavarnir hafa sent út SMS skilaboð til íbúa Hafnar í Hornafirði. Almannavarnir hvetja íbúa svæðisins til þess að halda til innandyra, fylgjast með fjölmiðlum og fylgja leiðbeiningum Umhverfisstofnunar og Landlæknis sem finna má…
Frá Veðurstofu Íslands: Í dag (fimmtudag) má búast við gasmengun frá eldgosinu víða á norðanverðu landinu, frá Jökuldal vestur á Strandir. Á morgun (föstudag) eru horfur á mengun á svæðunum norður og austur af eldstöðinni, frá Eyjafirði og allt austur að Höfn í Hornafirði. Spánna má sjá á vef Veðurstofu Íslands, en þar má einnig…