CATEGORY -Bárðarbunga

Brennisteinsmengun mælist nú á Húsavík

Brennisteinsmengun mælist nú á Húsavík. Mælar sýna að styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) er nú yfir 2000 míkrógrömm á rúmmetra á Húsavík. Íbúar á svæðinu eru hvattir til þess að kynna sér leiðbeiningar Umhverfisstofnunar og Landlæknis sem finna má á síðu almannavarna: www.avd.is

Gasmengun að mælast á Húsavík og í Mývatnssveit og nágrenni

Gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni er nú að berast til Húsavíkur, Mývatnssveitar og nærsveita. Loftgæðamælar við Mývatn eru að sýna 800 – 1200 µg/m3 eða 0,3 – 0,4 ppm og eru loftgæði því slæm fyrir viðkvæma. Upplýsingar um áhrif SO2 á heilsu og viðbrögð er hægt að nálgast á vefsíðu Umhverfisstofnunar og vefsíðu almannavarna. Í dag (miðvikudag) og á morgun (fimmtudag)…

Gasmengun á Kirkjubæjarklaustri og í Landbroti

Mælingar á brennisteinsdíoxíði (SO2) með færanlegum mæli sýna aukinn styrk SO2 á Kirkjubæjarklaustri og í Landbroti og hafa mengunartoppar verið að mælast öðru hverju allt upp í 2600 µg/m3 nú eftir hádegi. íbúar voru hvattir til að  kynna sér leiðbeiningar um áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum á vefsíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is og…

Gasmengun við Höfn í Hornafirði og nágrenni

Talsverð gasmengun er nú á Höfn í Hornafirði og nágrenni frá eldgosinu í Holuhrauni. Í nótt fóru mælingar á brennisteinsdíoxíði (SO2) í 1,8 ppm eða um 5100 µg/m3. Nú undir morgun hafði styrkurinn minnkað og var kominn í 1.2 ppm eða um 3400 µg/m3. SMS viðvörunarskilaboð voru send í farsíma á svæðinu kringum Höfn þar sem íbúar voru hvattir…

Gosið hefur staðið yfir í 50 daga

Nú eru 50 dagar frá því eldgosið í Holuhrauni hófst þann 31. ágúst síðastliðinn. Eins og sjá má á kortinu hér fyrir neðan er hraunið nú orðið rúmir 60 ferkílómetrar og virðist ekkert lát vera á hraunrennslinu þó svo að dregið hafi úr strókavirkninni.

Blámóðan kann að vera greinilega en þarf ekki að vera hættuleg

Blámóðan, sem leggur nú yfir landið og hefur verið fylgifiskur eldsumbrotanna í Holuhrauni, kann að vera vel sýnileg en hún þarf ekki endilega að vera merki um mikla mengun. Þessi staðreynd hefur orðið æ ljósari eftir því sem vísindamenn hafa fengið tækifæri til þess að mæla gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) á þeim svæðum þar sem móðan…

Ný skilgreining á hættusvæðum og lokuðum svæðum vegna umbrota í Bárðarbungu og Holuhrauni

Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórarnir á Húsavík, Seyðisfirði og Hvolsvelli, í samvinnu við fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs hafa endurskilgreint hættu- og lokunarsvæði norðan Vatnajökuls vegna umbrotanna í Bárðarbungu og Holuhrauni. Einnig hafa þær reglur sem gilda um aðgang að lokaða svæðinu verið endurskilgreindar. Svæðið er enn lokað öllum nema þeim sem hafa til þess sérstök leyfi og hafa þær…

Leiðbeiningar fyrir leik- og grunnskóla

Almannavarnir, Umhverfisstofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Sóttvarnalæknir hafa fengið nokkuð af fyrirspurnum frá leik- og grunnskólum um hvar upplýsingar megi finna varðandi gosmengunina. Almannavarnir gefa út tilkynningar þegar háir mengunartoppar ganga yfir og nauðsynlegt er að fólk haldi sig inni og loki gluggum. Athugið að mengunartoppar ganga jafnan hratt fyrir. Það breytir ekki því að…