CATEGORY -Bárðarbunga

Háir SO2 mengunartoppar mældust í nótt og í morgun við Mývatn

Mjög háir mengunartoppar hafa verið að mælast í nótt og í morgun við Mývatn en einnig hefur mengun verið að mælast á Húsavík.Veðurstofan bendir á að í dag (miðvikudag) er spáð sunnanátt og dreifist þá gasmengunin frá eldgosinu til norðurs og markast áhrifasvæðið af Bárðardal í vestri og Hólasandi í austri. Suðvestlægari vindur í kvöld…

TETRA kerfið leikur lykilhlutverk við vöktun jarðhræringanna í Bárðarbungu

Fjöldi viðbragðsaðila og vísindamanna hafa verið við störf norðan Vatnajökuls frá því að atburðarrásin í Bárðarbungu hófst þann 16. ágúst síðastliðinn. Þegar svo margir aðilar starfa saman í sömu aðgerð er mikilvægt að geta samhæft störf allra með einföldum hætti og að hægt sér að miðla upplýsingum hratt og örugglega. Um árabil hafa viðbragðsaðilar á…

Hitamynd af eldgosinu í Holuhrauni

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram af svipuðum krafti og undanfarna daga og enn er ekkert lát á sigi öskju Bárðarbungu. Rúmmál sigskálarinnar er nú metið 0,6 rúmkílómetrar. Nánar má lesa um niðurstöður fundar Vísindamannaráðs almannavarna, sem haldinn var að Bifröst í Borgarfirði í morgun í tengslum við FutureVolc rannsóknarverkefnið, hér á síðunni. Nánar má lesa…

300 rúmmetrar á sekúndu!

Vísindamenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands hafa með mælingum áætlað stærð eldgossins í Holuhrauni. Frá því gosið hófst hafa reglulega verið birtar upplýsingar um flatarmál hraunbreiðunnar og er hún nú rúmir 37 ferkílómetrar. Þykkt hraunsins er nokkuð misjöfn. Sums staðar hefur það hlaðist upp en á öðrum stöðum runnið hratt yfir og þar er…

Há gildi SO2 mælast í nágrenni Mývatns

Hækkandi gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) mælast nú við Mývatn (við Reykjahlíð og Voga). Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vill hvetja íbúa til að fylgjast vel með og kynna sér töflu um áhrif SO2 á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð á vefsíðu Umhverfisstofnunar á slóðinni   http://ust.is/einstaklingar/loftgaedi/so2 og styrk brennisteinsdíoxíðs á vefsíðunni www.loftgæði.is.  

Eldgosið í Holuhrauni – myndir

Ekkert lát virðist vera á eldgosinu í Holuhrauni. Hraunbreiðan stækkar enn og samkvæmt nýjustu mælingum er hún nú rúmir 37 ferkílómetrar. Samkvæmt vísindamönnum á vettvangi rennur hraunið nú norðan við hraunjaðarinn til norðausturs. Enn kemur mikið upp af brennisteinsdíoxíði með eldgosinu. Vísindamenn á vettvangi telja að 90% gas efnanna komi upp um gígana en aðeins…

Gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands

Stöðugt er unnið að því að uppfæra og bæta spákort Veðurstofu Íslands á dreifingu gas efna frá eldgosinu í Holuhrauni. Kortið hér fyrir neðan sýnir líklega gasdreifingu í dag og kortið þar fyrir neðan sýnir líklega gasdreifingu á morgun, sunnudag 21. september. Spákortin má finna á vef Veðurstofunnar. Í síðunni má einnig lesa textaspá sem…

Þétting mælineta um allt land

Á allra næstu dögum mun Umhverfisstofnun í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra auka vöktun á styrk brennisteinsdíoxíðs (SO2) frá eldgosinu í Holuhrauni. Keyptir hafa verið 40 mælar og verður mælingin í höndum þeirra sem starfa að almannavörnum á hverjum stað s.s. lögreglu. Við kaup á mælunum var lögð höfuðáhersla á að kaupa mæla sem auðveldlega mætti…

Endurbætur á gasdreifingarkorti Veðurstofu Íslands

Veðurstofan hefur enn bætt spákort sitt fyrir dreifingu gass frá gosstöðvunum í Holuhrauni. Síðuna má finna hér. Spá Veðurstofunnar frá því í morgun er svo hljóðandi: Í dag má búast við loftmengun norður af gosstöðvum í Holuhrauni, frá Mývatni í vestri að Vopnafirði í austir. Síðdegis snýst vindur í vestlægari átt, og dreifist mengunin þá…

Ný gasmengunar spá frá Veðurstofu Íslands

Í dag (fimmtudag) má búast við gasmengun á norðanverðu hálendinu vestur að Langjökli, norður til Skagafjarðar og inn á Húnaflóa. Á morgun (föstudag) er hætt við gasmengun á Norðurlandi frá Ströndum til Eyjafjarðar, á norðanverðu hálendinu og A-lands sunnan Egilsstaðar og suður til Hornafjarðar. Ekki er hægt að útiloka að mengunarinnar verði vart á stærra…