CATEGORY Bárðarbunga

Myndir úr vísindamannaflugi almannavarna og Veðurstofunnar

Starfsmaður almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og vísindamenn Veðurstofu Íslands flugu með þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni á fimmtudaginn var. Eitt af megin verkefnum ferðarinnar var að koma fyrir nýjum GPS mæli á toppi Bárðarbungu. Mælirinn er nú þegar farinn að senda frá sér gögn sem staðfesta að askja Bárðarbungu er að síga um tugi sentimetra…

Fundur vísindamannaráðs almannavarna 13. september.

13.09. 2014 kl. 11:30 – Bárðarbunga Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sat jafnframt fulltrúi Umhverfisstofnunar. Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram: Staða og horfur um eldgosið í Holuhrauni og áframhaldandi sig í Bárðarbungu eru óbreyttar. Sig Bárðarbungu heldur áfram og jarðskjálftavirkni…

Mjög há gildi mæld á Reyðarfirði

Mjög há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) hafa mælst í kvöld á Reyðarfirði eða um 4.000 µg/​m3. Þetta eru hæstu gildi sem mælst hafa síðan byrjað var að mæla SO2 frá eldstöðinni í Holuhrauni á Reyðarfirði. Gera má ráð fyrir að svipuð mengun sé á fleiri stöðum á Austfjörðum, þó svo að mælingarnar hafi komið fram á…

Virk löggæsla á lokaða svæðinu við Holuhraun

Allt frá því jarðhræringarnar fyrir norðan Vatnajökul hófust um miðjan ágúst síðastliðinn hefur hættan á flóðum vegna eldgosa undir jökli verið yfirvofandi. Ákveðið var að loka svæðinu norðan jökulsins vegna þessarar hættu.  Eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst hafa eiturgufur og aðrar hættur við gosstöðvarnar verið almannavarnayfirvöldum áhyggjuefni.   Bráð lífshætta getur stafað af eiturgasi og ekki…

Frá Matvælastofnun: Minnispunktar fyrir Dýraeigendur – Viðbrögð við eldgosi

Eftirfarandi punktar eru frá Matvælastofnun. Þá má einnig finna hér á vef stofnunarinnar. Öskufall Tryggja öllum dýrum hreint drykkjarvatn, svo sem kostur er. Sjá til þess að skepnur á útigangi hafi aðgang að rennandi vatni eða færa þeim hreint vatn reglulega og koma í veg fyrir að þær drekki úr stöðnu vatni. Kanna ástand vatnsbóla…

Upplýsingar um loftgæði (brennisteinsdíoxíð, SO2)

Upplýsingar um loftgæði (brennisteinsdíoxíð, SO2)

12.9.2014 Á fundi vísindamannaráðs almannavarna í morgun kom eftirfarandi fram varðandi loftgæði: Loftgæði í byggð: Spár gefa til kynna að hár styrkur brennisteinsgass (SO2) og annarra gosefna gæti orðið á norðanverðum Austfjörðum, Fljótsdal, Héraði, Jökuldal og Vopnafirði. Spáin gefur til kynna að styrkur geti orðið mestur á Héraði seinnipartinn. Svæði með háum styrk gæti orðið…

Fundur vísindamannaráðs almannavarna 12. september 2014

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sátu jafnframt Sóttvarnarlæknir og fulltrúi Umhverfisstofnunar. Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram: Ekki dregur úr gosinu í Holuhrauni. Samkvæmt athugunum á vettvangi er gosvirkni svipuð og undanfarna daga. Hraun rennur áfram í farveg Jökulsár á Fjöllum,…