CATEGORY Loftgæði

Aukin brennisteinsmengun mælist á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni

Aukin brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni. Mælar sýna að styrkurinn er á bilinu 1400-3300 míkrógrómm á rúmmetra. Íbúar svæðisins eru hvattir til þess að fylgjast vel með frekari fréttum og kynna sér vel leiðbeiningar yfirvalda sem finna má hér á síðunni. Hlekkurinn er hér. Fólk með undirliggjandi öndunarfæra sjúkdóma er hvatt…

Mikil gasmengun á Höfn í Hornafirði og nærsveitum

Mikil brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú á Höfn í Hornafirði. Mengunarmælar sýndu að styrkur SO2 væri á bilinu 9.000-21.000 míkrógrömm á rúmmetra. Almannavarnir hafa sent út SMS skilaboð til íbúa Hafnar í Hornafirði. Almannavarnir hvetja íbúa svæðisins til þess að halda til innandyra, fylgjast með fjölmiðlum og fylgja leiðbeiningum Umhverfisstofnunar og Landlæknis sem finna má…

Búast má við gasmengun á norðanverðu landinu í dag

Frá Veðurstofu Íslands: Í dag (fimmtudag) má búast við gasmengun frá eldgosinu víða á norðanverðu landinu, frá Jökuldal vestur á Strandir. Á morgun (föstudag) eru horfur á mengun á svæðunum norður og austur af eldstöðinni, frá Eyjafirði og allt austur að Höfn í Hornafirði. Spánna má sjá á vef Veðurstofu Íslands, en þar má einnig…

Brennisteinsmengun mælist nú á Húsavík

Brennisteinsmengun mælist nú á Húsavík. Mælar sýna að styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) er nú yfir 2000 míkrógrömm á rúmmetra á Húsavík. Íbúar á svæðinu eru hvattir til þess að kynna sér leiðbeiningar Umhverfisstofnunar og Landlæknis sem finna má á síðu almannavarna: www.avd.is

Gasmengun að mælast á Húsavík og í Mývatnssveit og nágrenni

Gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni er nú að berast til Húsavíkur, Mývatnssveitar og nærsveita. Loftgæðamælar við Mývatn eru að sýna 800 – 1200 µg/m3 eða 0,3 – 0,4 ppm og eru loftgæði því slæm fyrir viðkvæma. Upplýsingar um áhrif SO2 á heilsu og viðbrögð er hægt að nálgast á vefsíðu Umhverfisstofnunar og vefsíðu almannavarna. Í dag (miðvikudag) og á morgun (fimmtudag)…

Gasmengun á Kirkjubæjarklaustri og í Landbroti

Mælingar á brennisteinsdíoxíði (SO2) með færanlegum mæli sýna aukinn styrk SO2 á Kirkjubæjarklaustri og í Landbroti og hafa mengunartoppar verið að mælast öðru hverju allt upp í 2600 µg/m3 nú eftir hádegi. íbúar voru hvattir til að  kynna sér leiðbeiningar um áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum á vefsíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is og…

Gasmengun við Höfn í Hornafirði og nágrenni

Talsverð gasmengun er nú á Höfn í Hornafirði og nágrenni frá eldgosinu í Holuhrauni. Í nótt fóru mælingar á brennisteinsdíoxíði (SO2) í 1,8 ppm eða um 5100 µg/m3. Nú undir morgun hafði styrkurinn minnkað og var kominn í 1.2 ppm eða um 3400 µg/m3. SMS viðvörunarskilaboð voru send í farsíma á svæðinu kringum Höfn þar sem íbúar voru hvattir…

Blámóðan kann að vera greinilega en þarf ekki að vera hættuleg

Blámóðan, sem leggur nú yfir landið og hefur verið fylgifiskur eldsumbrotanna í Holuhrauni, kann að vera vel sýnileg en hún þarf ekki endilega að vera merki um mikla mengun. Þessi staðreynd hefur orðið æ ljósari eftir því sem vísindamenn hafa fengið tækifæri til þess að mæla gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) á þeim svæðum þar sem móðan…