Í gær var ákveðið að rýma svæðið næst gosstöðvunum og setja upp innri lokun þar við. Þetta var gert vegna mikils óróa sem kom fram á mælum og ekki var hægt að staðsetja eða útskýra með vissu. Óróinn gekk niður í gærkvöldi og hefur ekki orðið vart aftur í sama mæli og í gær. Lögreglustórinn…
Lögreglustjórinn á Húsavík hefur ákveðið í ljósi aukins óróa á gosstöðvunum í dag að loka fyrir alla frekari umferð inn á svæðið norðan Vatnajökuls. Fjölmiðlar og vísindamenn hafa til þessa haft takmarkaðan aðgang að svæðinu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Á meðan þessi óvissa varir er ekki talið rétt að hleypa fleirum inn á svæðið. Jafnframt…
Mikil umræða hefur verið um aðgang almennings að gossvæðinu í Holuhrauni og þær lokanir sem verið hafa í gildi frá því jarðhræringarnar hófust í Bárðarbungu 16. ágúst síðastliðinn. Eins og komið hefur fram í dag, og raunar allt frá því þessi atburðarás hófst, þá eru enn mjög miklar jarðhræringar á svæðinu öllu. Jarðskjálftar á svæðinu…
Samhæfingastöðin í Skógarhlíð er í sambandi við vísindamenn sem eru staddir við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Nú er mikill órói á gossvæðinu og eru allir vísindamenn að fara af svæðinu. Þeim tilmælum hefur einnig verið komið til fjölmiðlamanna að fara af svæðinu. SMS skilaboð hafa verið send á alla farsíma á svæðinu. Hér er um varúðarráðstöfun…
Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram: Skjálftavirkni heldur áfram, um 160 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Flestir skjálftar mælast á nyrsta hluta Dyngjujökuls. Kl. 03:08 mældist skjálfti að stærð 5,5 norðantil í Bárðarbunguöskjunni. GPS mælingar sýna að…
Eldgosið í Holuhrauni er enn öflugt. Nýjustu fréttir frá vísindamönnum á staðnum staðfesta að gosið hegðar sér með líkum hætti og það hefur gert síðustu tvo daga. Töluvert hraun rennur frá gossprungunni og er talið að hraunið sé nú rúmir 6 ferkílómetrar. Jarðskjálftavirkni á svæði er enn mjög öflug. Í nótt varð skjálfti í Bárðarbungu…
Eftirfarandi mynd og texti er fengin frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. InSAR aðferðin er notuð til þess að meta hreyfingu jarðskorpunnar og þá þennslu sem orðið hefur vegna jarðhræringanna sem staðið hafa í Bárðarbungukerfinu frá 16. ágúst 2014. InSAR aðferð (interferometric analysis of synthetic aperture radar images, bylgjuvíxlmælingar) gerir kleift að meta jarðskorpuhreyfingar. Bylgjumunstur sýnir hreyfingar…
Ljósmyndarinn Einar Guðmann hefur birt fjölda mynda af eldgosinu í Holuhrauni á heimasíðu sinni. Skiljanlega er ekki hægt að hlaða niður myndum af síðunni en myndirnar má sjá hér: Photos.gudmann.is Myndin hér fyrir neðan er hins vegar tekin af Ármanni Höskuldssyni jarðvísindamanni sem var einn af þeim fyrstu til að festa gosið á filmu.
Ákveðið hefur verið að aflétta lokun um Dettifossveg vestan Jökulsár (nr. 862) frá Hringvegi norður að Dettifossi. Aðrar leiðir á svæðinu, þ.á.m. gönguleiðir, eru áfram lokaðar. Ákvörðunin byggir á áhættuminnkandi aðgerðum almannavarna, auknu eftirliti af hálfu Vatnajökulsþjóðgarðs, minnkandi straumi gangandi ferðamanna, aukinni getu til eftirlits með mælingum auk viðbótarlöggæslu á svæðinu. Áréttað er að ákvörðunin…