Sigdældir suðaustan við Bárðarbungu.

Sigdældir suðaustan við Bárðarbungu.Vísindamenn hafa orðið varir við breytingar í norðvestanverðum Vatnajökli. Farið var í vísindamannaflug með TF-SIF yfir jökulinn í dag. Markmiðið með ferðinni var að greina frekar svæðið þar sem jarðskjálftahrinan hefur verið undanfarna daga. Í fluginu sáust grunnir sigkatlar og sprungur 4 – 6 km langar við suðaustanverða Bárðarbungu. Þarna er um…

Myndir úr starfi almannavarna

Hér má sjá þrjár myndir sem Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarna tók. Fyrri tvær myndirnar eru teknar uppi á Vatnajökli þegar unnið var að uppsetningu jarðskjálftamæla á jöklinum í kjölfar aukinnar skjálftavirkni í Bárðarbungu. Síðasta myndin er tekin við Hrossaborgir þegar ríkislögreglustjóri, Haraldur Jóhannessen, var þar á ferð í tengslum við lokanir á svæðinu norðan Vatnajökuls.…

Engar breytingar úr flugi vísindamanna með TF-SIF

Vísindamenn fóru í flug með TF-SIF yfir norðanverðan Vatnajökul. Með í ferð voru vísindamenn frá Veðurstofu, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Lagt var upp frá Reykjavík kl 14:00 og er áætlaður komutími til Reykjavíkur um kl 18:00. Engar breytingar sáust á yfirborði jökulsins né á svæðinu norðan Dyngjujökuls. Unnið verður úr gögnum sem aflað…

Mynd af Vatnajökli

Þessi mynd af Vatnajökli var tekin fimmtudaginn 21. ágúst 2014 úr gervihnetti NASA. Það verður áhugavert að fylgjast með því hvort yfirborð jökulsins breytist ef jarðhræringarnar sem nú standa yfir enda með eldgosi í jöklinum. Smellið á myndina til þess að sjá hana í fullri upplausn.

Vegir opnaðir austan Jökulsársgljúfurs og í Ásbyrgi

Aðgerðastjórn á Húsavík hefur ákveðið að opna Hólsfjallaveg  (864) austan Jökulsárgljúfurs frá þjóðvegi 1 að vegi 85. Einnig hefur vegurinn inn í Ásbyrgi verið opnaður, þar sem áður var lokað. Dettifossvegur vestan Jökulárgljúfurs (862) er enn lokaður. Hér fyrir neðan má sjá kort Vegagerðarinnar af svæðinu sem hefur verið lokað. Rétt er að taka fram að lokanir byggjast…

Neyðarstigi aflétt – hættustig í gildi

Ríkislögreglustjóri hefur að höfðu samráði við lögreglstjórana á Húsavík og Seyðisfirði ákveðið að lækka  almannavarnastig vegna jarðskjálftavirkni kringum Bárðarbungu  úr neyðarstigi í hættustig. Lokanir í Jökulsárgljúfrum að Dettifossi eru enn í gildi sem og lokanir á hálendinu norðan Vatnajökuls. Ákvörðunin er byggð á mati vísindamanna á stöðunni eins og hún er núna, en athuganir þeirra hafa…