Grein eftir hóp íslenskra og erlendra vísindamanna, sem skýrir á ítarlegan hátt myndun kvikugangs frá Bárðarbungu og út í Holuhraun í aðdraganda gossins þar, birtist í dag í vefútgáfu hins virta vísindatímarits Nature. Eldsumbrotin í Holuhrauni hafa nú staðið yfir á fjórða mánuð og fátt bendir til þess að lát verði á þeim á næstunni.…
Hraunbreiðan í Holuhrauni heldur áfram að stækka jafnt og þétt. Eins og fram hefur komið hefur gengið heldur illa að afla nákvæmra upplýsinga um rúmmál hraunbreiðunnar og helgast það af því hve erfitt er að framkvæma nákvæmar mælingar á glóandi hrauninu. Ekki er mögulegt að ganga með mælitæki yfir hraunbreiðuna og mælingar úr flugvél eru vandasamar…
Vísindamannaráð almannavarna kom saman til fundar í morgun, mánudaginn 8. desember, eins og það gerir reglulega þrisvar í viku. Á fundinum í morgun var farið yfir þær sviðsmyndir sem taldar eru líklegastar um framvindu eldgossins, en eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá ályktaði Vísindamannaráð að líklegast héldi gosið áfram í einhverja mánuði, að…
Á fundi Vísindamannaráðs, í dag miðvikudaginn 3. desember, var farið yfir gögn um þróun atburða í Bárðarbungu og eldgossins í Holuhrauni frá upphafi umbrotanna. Flest fyrirliggjandi gögn sýna að heldur hefur dregið úr bæði sigi Bárðarbungu og gosinu í Holuhrauni. Jarðskjálftavirkni og hraunflæði er þó enn mikið í samanburði við þau eldgos sem orðið hafa…
Eldgosið í Holuhrauni hefur nú staðið í 92 daga, ef talið er frá 31. ágúst er núverandi gos hófst. Reyndar hafði gos hafist, á nákvæmlega sama stað, þann 28. ágúst en það gos dó út á nokkrum klukkutímum. Eldgosið í Holuhrauni er því að verða eitt allra stærsta eldgos síðari tíma og þarf að leita…
Á þriðjudaginn, 18. nóvember, var boðið til opins fundar um brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun frá eldgosinu í Holuhrauni. Að fundinum stóðu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Veðurstofa Íslands, Umhverfisstofnun, Sóttvarnarlæknir og Vinnueftirlit ríkisins. Fundurinn var haldinn í móttökuhúsi Veðurstofunnar, Bústaðavegi 7. Fundinum var streymt yfir netið og er enn hægt að horfa á upptöku af fundinum. Einnig eru glærur…
Á þriðjudaginn var, 11. nóvember, flugu starfsmenn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra ásamt vísindamönnum frá Jarðvísindastofnun HÍ að gosstöðvunum í Holuhrauni. Markmið ferðarinnar var að kanna framgang gossins, taka sýni úr hraunjaðrinum og síðast en ekki síst að grafa GPS stöðina í öskju Bárðarbungu upp úr snjónum sem fallið hefur á jökulinn síðustu vikurnar. GPS stöðin var að…
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Viðlagatrygging Íslands hafa unnið skýrslu „sem hafði það að megin markmiði að greina áhrif flóða í kjölfar eldgoss í Bárðarbungu vegna þriggja sviðsmynda, flóði í Jökulsá á Fjöllum, flóði á vatnasvæði Þjórsár og Tungnaár og flóð í Skjálfandafljóti. Flóð til norðurs í Jökulsá á Fjöllum og Skjálfandafljóti hefur að öllum líkindum umtalsverð…
Loftgæði eru nú víða slæm á Suðvesturlandi. Samkvæmt vef Umhverfisstofnunar www.loftgæði.is eru loftgæði „slæm fyrir viðkvæma“. Brennisteinsdíoxíð mælist á bilinu 700-1600 µg/m³ á svæðinu frá Hveragerði að Grundartanga. Verst mælast loftgæðin í Grafarvogi í Reykjavík. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er búist við froststillu á gosstöðunum í Holuhrauni en við þær aðstæður má búast við að…
Brennisteinstvíoxíð (SO2) mengun frá eldgosinu í Holuhrauni mælist nú víða á norðvesturlandi. Styrkur SO2 mælist nú 2400µg/m³ á Hvammstanga í Húnaþingi vestra. SMS skilaboð hafa verið send í farsíma á svæðisins. Rétt er að geta þess að reynsla almannavarna er sú að um 75-80% af þeim farsímum sem eru á svæðinu munu fá skilaboðin. Ástæðan…