Veðurstofan hefur enn bætt spákort sitt fyrir dreifingu gass frá gosstöðvunum í Holuhrauni. Síðuna má finna hér. Spá Veðurstofunnar frá því í morgun er svo hljóðandi: Í dag má búast við loftmengun norður af gosstöðvum í Holuhrauni, frá Mývatni í vestri að Vopnafirði í austir. Síðdegis snýst vindur í vestlægari átt, og dreifist mengunin þá…
Í dag (fimmtudag) má búast við gasmengun á norðanverðu hálendinu vestur að Langjökli, norður til Skagafjarðar og inn á Húnaflóa. Á morgun (föstudag) er hætt við gasmengun á Norðurlandi frá Ströndum til Eyjafjarðar, á norðanverðu hálendinu og A-lands sunnan Egilsstaðar og suður til Hornafjarðar. Ekki er hægt að útiloka að mengunarinnar verði vart á stærra…
Veðurstofan hefur birt á vefsíðu sinni kort sem sýna líklega gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni næstu daga. Kortin og textaspá Veðurstofunnar má finna hér. Textaspáin fyrir daginn í dag hljómar svo: A-læg átt og má búast við gasmengun á hálendinu vestan gosstöðvanna. Mengunarsvæðið markast af Langjökli í vestri og Tindfjöllum í suðri. Ekki er hægt…
Líklegt áhrifasvæði loftmengunar frá jarðeldunum í Holuhrauni er í dag einkum bundið við landsvæðið nálægt gosstöðvunum og við svæðið til norðausturs, frá Herðubreið í norðri og Kárahnjúkum í suðri. Í dag er vindur á svæðinu mjög hægur og í slíkum aðstæðum getur mengunin sest fyrir í lægðum í landslagi og náð þar háum styrk. Í…
15.09. 2014 kl. 11:30 – Bárðarbunga Fundi vísindamannaráðs almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sat einnig fulltrúi Umhverfisstofnunar og sóttvarnarlæknis. Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram: Staða og horfur um eldgosið í Holuhrauni og áframhaldandi sig í Bárðarbungu eru svipaðar og í gær. Vegna…
Styrkur SO2 fer nú hratt upp á við á Kópaskeri og nágrenni. Öllum er ráðlagt að halda sig innandyra, loka gluggum og hækka í ofnum. Engir mælar eru á svæðinu en íbúar hafa orðið varir við mengunina. Almannanvarnadeild ríkislögreglustjóra vill minna á töflu um möguleg heilsuáhrif og rétt viðbrögð eftir styrkleika: http://ust.is/einstaklingar/loftgaedi/so2#Tab1
14.09. 2014 kl. 11:30 – Bárðarbunga Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sat einnig fulltrúi Umhverfisstofnunar. Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram: · Staða og horfur um eldgosið í Holuhrauni og áframhaldandi sig í Bárðarbungu eru svipaðar. Hægt hefur á framrás hraunsins. …
Eldgosið í Holuhrauni er enn jafn öflugt og það hefur verið síðustu daga, samkvæmt niðurstöðu fundar vísindamannaráðs almannavarna, sem kom saman til reglubundins fundar í morgun. Á fundinum kom fram að vísindamenn Veðurstofu Íslands hafi unnið að mælingum á magni brennisteinsdíoxíðs (SO2) sem stígur upp af hrauninu. Samkvæmt nýjustu mælingum er afgösun SO2 talin vera…
Starfsmaður almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og vísindamenn Veðurstofu Íslands flugu með þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni á fimmtudaginn var. Eitt af megin verkefnum ferðarinnar var að koma fyrir nýjum GPS mæli á toppi Bárðarbungu. Mælirinn er nú þegar farinn að senda frá sér gögn sem staðfesta að askja Bárðarbungu er að síga um tugi sentimetra…
13.09. 2014 kl. 11:30 – Bárðarbunga Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sat jafnframt fulltrúi Umhverfisstofnunar. Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram: Staða og horfur um eldgosið í Holuhrauni og áframhaldandi sig í Bárðarbungu eru óbreyttar. Sig Bárðarbungu heldur áfram og jarðskjálftavirkni…