TAG -Bárðarbunga

Skýrsla af fundi vísindamannaráðs Almannavarna 6. september

06.09. 2014 kl. 12:00 – Bárðarbunga Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram: Í eftirlitsflugi í gær var yfirborð Bárðarbungu mælt með radarhæðarmæli flugvélar Ísavia. Mælingarnar sýna stórar breytingar á yfirborði Bárðarbungu. Allt að 15 metra lækkun hefur…

Eftirlit með lokaða svæðinu norðan Vatnajökuls

Almannavarnir vilja ítreka að öll umferð um lokaða svæðið norðan Vatnajökuls við gosstöðvarnar er bönnuð. Lögreglan hefur eftirlit með lokaða svæðinu meðal annars í samvinnu við Landhelgisgæsluna. Við reglubundið eftirlit í dag sáust bílar innan bannsvæðisins og verða allir þeir sem í bílunum voru, bílstjórar og farþegar, kærðir fyrir brot á lögreglulögum og mega þeir…

Myndir úr vísindamannaflugi yfir gosstöðvunum

Vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í dag með flugvél ÍSAVÍA TF-FMS. Staðfest er að þrír sigkatlar hafa myndast í Dyngjujökli yfir bergganginum sem hefur skriðið frá Bárðarbungu frá 16. ágúst. Sigkatlarnir voru myndaðir með radarmyndavél og er niðurstöðva þeirra mælinga að vænta á morgun. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem starfsmaður almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra tók…

Fundur vísindamannaráðs almannavarna 5. september

05.09. 2014 kl. 12:10 – Bárðarbunga Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram:             Um kl. 7 í morgun barst tilkynning um að nýjar gossprungur hefðu opnast sunnan við núverandi sprungu frá fréttamanni RÚV sem flaug yfir…

Myndir af nýju gossprungunni

Ný gossprunga opnaðist í nótt suður af gosstöðvunum. Nýja sprungan er nær Dyngjujökli. Vísindamenn og fulltrúar almannavarna flugu að gosstöðvunum í morgun. Frekari frétta er að vænta fljótlega. Lára Ómarsdóttir, fréttamaður RUV, var á flugi yfir gosstöðvunum í morgun og tók þessar myndir.  

Frekari lokanir vegna nýrrar gossprungu

5. September kl. 8.30 Nú í morgunsárið sáu fréttamenn RUV, sem voru á flugi yfir gosstöðvunum, að opnast hefur ný gossprunga sunnan við gömlu gossprunguna sem teygir sig í áttina að Dyngjujökli. Flugvél á vegum almannavarna er að leggja upp frá Reykjavíkurflugvelli með jarðvísindamenn og fulltrúa almannavarna. Lögreglustjórinn á Húsavík hefur ákveðið í ljósi þessara…

Stöðuskýrsla frá Veðurstofu Íslands 4. september

Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom eftirfarandi fram: Gos er enn í gangi í Holuhrauni og ekkert bendir til þess að það sé í rénun. Hraunið rennur aðallega til ANA og hefur lengst töluvert síðan í gær. Bráðabirgðamat frá…

Aðstæður á gosstöðvunum í Holuhrauni erfiðar og hættulegar

Rúnar Snær Reynisson, fréttamaður RUV, er á gosstöðvunum. Rúnar lýsir vel þeim erfiðu aðstæðum sem vísindamenn og fréttamenn þurfa að glíma við. Fréttina má finna á vef RUV, en hana má einnig lesa hér fyrir neða. Full ástæða er til að ítreka að svæðið er lokað almennri umferð en þær varúðarráðstafanir verða vel skiljanlegar við…

Lokað fyrir alla umferð inn að gosstöðvunum

Lögreglustjórinn á Húsavík hefur ákveðið í ljósi aukins óróa á gosstöðvunum í dag að loka fyrir alla frekari umferð inn á svæðið norðan Vatnajökuls. Fjölmiðlar og vísindamenn hafa til þessa haft takmarkaðan aðgang að svæðinu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Á meðan þessi óvissa varir er ekki talið rétt að hleypa fleirum inn á svæðið. Jafnframt…