TAG Eldgos

Greining á áhrifum flóða í kjölfar eldgosa í Bárðarbungu

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Viðlagatrygging Íslands hafa unnið skýrslu „sem hafði það að megin markmiði að greina áhrif flóða í kjölfar eldgoss í Bárðarbungu vegna þriggja sviðsmynda, flóði í Jökulsá á Fjöllum, flóði á vatnasvæði Þjórsár og Tungnaár og flóð í Skjálfandafljóti. Flóð til norðurs í Jökulsá á Fjöllum og Skjálfandafljóti hefur að öllum líkindum umtalsverð…

Gasmengun mælist á Hvammstanga

Brennisteinstvíoxíð (SO2) mengun frá eldgosinu í Holuhrauni mælist nú víða á norðvesturlandi. Styrkur SO2 mælist nú 2400µg/m³ á Hvammstanga í Húnaþingi vestra. SMS skilaboð hafa verið send í farsíma á svæðisins. Rétt er að geta þess að reynsla almannavarna er sú að um 75-80% af þeim farsímum sem eru á svæðinu munu fá skilaboðin. Ástæðan…

Gasmengun mælist á norðanverðu Snæfellsnesi

Há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) mælast nú á norðanverðu Snæfellsnesi og í Búðardal. Handheldur SO2 mælir í Ólafsvík sýnir 3700 µg/m³ SO2. Þessar mælingar eru í samræmi við spá Veðurstofu Íslands sem spáði gasmengun á norðvesturlandi í dag. SMS skilaboð hafa verið send í farsímanúmer á svæðinu. Almenningur er hvattur til þess að kynna sér ráðleggingar…

Myndir af eldgosinu í Holuhrauni – uppfært

Eldgosið í Holuhrauni hefur nú staðið yfir í 57 daga. Hraunbreiðan var síðast mæld fyrir helgi og var hún þá rúmlega 63 ferkílómetrar að stærð. Myndirnar hér fyrir neðan sýna gosið frá mismunandi sjónarhorni. Fyrst er mynd sem Egill Aðalsteinsson tók fyrir Vísir.is, en myndin er birt með góðfúslegu leyfi Vísis. Myndin sýnir vel svart…

Mikil gasmengun á Höfn í Hornafirði og nærsveitum

Mikil brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú á Höfn í Hornafirði. Mengunarmælar sýndu að styrkur SO2 væri á bilinu 9.000-21.000 míkrógrömm á rúmmetra. Almannavarnir hafa sent út SMS skilaboð til íbúa Hafnar í Hornafirði. Almannavarnir hvetja íbúa svæðisins til þess að halda til innandyra, fylgjast með fjölmiðlum og fylgja leiðbeiningum Umhverfisstofnunar og Landlæknis sem finna má…

Búast má við gasmengun á norðanverðu landinu í dag

Frá Veðurstofu Íslands: Í dag (fimmtudag) má búast við gasmengun frá eldgosinu víða á norðanverðu landinu, frá Jökuldal vestur á Strandir. Á morgun (föstudag) eru horfur á mengun á svæðunum norður og austur af eldstöðinni, frá Eyjafirði og allt austur að Höfn í Hornafirði. Spánna má sjá á vef Veðurstofu Íslands, en þar má einnig…

Gosið hefur staðið yfir í 50 daga

Nú eru 50 dagar frá því eldgosið í Holuhrauni hófst þann 31. ágúst síðastliðinn. Eins og sjá má á kortinu hér fyrir neðan er hraunið nú orðið rúmir 60 ferkílómetrar og virðist ekkert lát vera á hraunrennslinu þó svo að dregið hafi úr strókavirkninni.

Blámóðan kann að vera greinilega en þarf ekki að vera hættuleg

Blámóðan, sem leggur nú yfir landið og hefur verið fylgifiskur eldsumbrotanna í Holuhrauni, kann að vera vel sýnileg en hún þarf ekki endilega að vera merki um mikla mengun. Þessi staðreynd hefur orðið æ ljósari eftir því sem vísindamenn hafa fengið tækifæri til þess að mæla gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) á þeim svæðum þar sem móðan…

Ný skilgreining á hættusvæðum og lokuðum svæðum vegna umbrota í Bárðarbungu og Holuhrauni

Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórarnir á Húsavík, Seyðisfirði og Hvolsvelli, í samvinnu við fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs hafa endurskilgreint hættu- og lokunarsvæði norðan Vatnajökuls vegna umbrotanna í Bárðarbungu og Holuhrauni. Einnig hafa þær reglur sem gilda um aðgang að lokaða svæðinu verið endurskilgreindar. Svæðið er enn lokað öllum nema þeim sem hafa til þess sérstök leyfi og hafa þær…