TAG Veðurstofan Íslands

Blámóðan kann að vera greinilega en þarf ekki að vera hættuleg

Blámóðan, sem leggur nú yfir landið og hefur verið fylgifiskur eldsumbrotanna í Holuhrauni, kann að vera vel sýnileg en hún þarf ekki endilega að vera merki um mikla mengun. Þessi staðreynd hefur orðið æ ljósari eftir því sem vísindamenn hafa fengið tækifæri til þess að mæla gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) á þeim svæðum þar sem móðan…

Ný skilgreining á hættusvæðum og lokuðum svæðum vegna umbrota í Bárðarbungu og Holuhrauni

Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórarnir á Húsavík, Seyðisfirði og Hvolsvelli, í samvinnu við fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs hafa endurskilgreint hættu- og lokunarsvæði norðan Vatnajökuls vegna umbrotanna í Bárðarbungu og Holuhrauni. Einnig hafa þær reglur sem gilda um aðgang að lokaða svæðinu verið endurskilgreindar. Svæðið er enn lokað öllum nema þeim sem hafa til þess sérstök leyfi og hafa þær…

Búist við mengun frá gosinu um allt vestanvert landið í dag

Eftirfarandi spá má lesa á vef Veðurstofu Íslands: Á mánudag og þriðjudag var vindur mjög hægur á landinu og varð vart við við gasmengun frá eldgosinu í flestum landshlutum. Í hægviðrinu er mögulegt að gasið safnist saman, þá einkum nærri eldstöðinni og nái háum styrk. Í dag (miðvikudag) er útlit fyrir hægt vaxandi austanátt. Það…

Mikil móða leggur nú yfir suðvesturland

Upplýsingar hafa borist almannavörnum að töluverða móðu leggi nú yfir suðurland og Reykjanes. Samkvæmt sjálfvirkum mæli í Þjórsárdal fer gildi brennisteinsdíoxíðs hækkandi á því svæði og stendur mælirinn nú í 1500 míkrógrömmum á hvern rúmmetra lofts. Eins má sjá á nýlegri loftmynd frá Veðurstofu Íslands hvernig móðan frá gosstöðvunum dreifir úr sér til suðvesturs. Almenningur…

Gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands

Stöðugt er unnið að því að uppfæra og bæta spákort Veðurstofu Íslands á dreifingu gas efna frá eldgosinu í Holuhrauni. Kortið hér fyrir neðan sýnir líklega gasdreifingu í dag og kortið þar fyrir neðan sýnir líklega gasdreifingu á morgun, sunnudag 21. september. Spákortin má finna á vef Veðurstofunnar. Í síðunni má einnig lesa textaspá sem…

Endurbætur á gasdreifingarkorti Veðurstofu Íslands

Veðurstofan hefur enn bætt spákort sitt fyrir dreifingu gass frá gosstöðvunum í Holuhrauni. Síðuna má finna hér. Spá Veðurstofunnar frá því í morgun er svo hljóðandi: Í dag má búast við loftmengun norður af gosstöðvum í Holuhrauni, frá Mývatni í vestri að Vopnafirði í austir. Síðdegis snýst vindur í vestlægari átt, og dreifist mengunin þá…

Ný gasmengunar spá frá Veðurstofu Íslands

Í dag (fimmtudag) má búast við gasmengun á norðanverðu hálendinu vestur að Langjökli, norður til Skagafjarðar og inn á Húnaflóa. Á morgun (föstudag) er hætt við gasmengun á Norðurlandi frá Ströndum til Eyjafjarðar, á norðanverðu hálendinu og A-lands sunnan Egilsstaðar og suður til Hornafjarðar. Ekki er hægt að útiloka að mengunarinnar verði vart á stærra…

Veðurstofan gefur út kort sem sýna líklega gasmengun næstu daga

Veðurstofan hefur birt á vefsíðu sinni kort sem sýna líklega gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni næstu daga. Kortin og textaspá Veðurstofunnar má finna hér. Textaspáin fyrir daginn í dag hljómar svo: A-læg átt og má búast við gasmengun á hálendinu vestan gosstöðvanna. Mengunarsvæðið markast af Langjökli í vestri og Tindfjöllum í suðri. Ekki er hægt…

Almenningur getur nú skráð brennisteinsmengun á vefsíðu Veðurstofunnar

Útbúið hefur verið sérstakt skráningarform þar sem hægt er að skrá hvort vart hafi orðið við brennisteinslykt, hvar viðkomandi var staddur og hvort einhver líkamleg einkenni hafi fylgt. Skráningar birtast síðan í rauntíma á vefkorti sem má sjá hér á síðunni. Hver punktur sýnir eina skráningu og liturinn segir til um hvort mengunar hafi orðið…

Loftgæði og brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun frá eldgosinu í Holuhrauni

Eldgosið í Holuhrauni er enn jafn öflugt og það hefur verið síðustu daga, samkvæmt niðurstöðu fundar vísindamannaráðs almannavarna, sem kom saman til reglubundins fundar í morgun. Á fundinum kom fram að vísindamenn Veðurstofu Íslands hafi unnið að mælingum á magni brennisteinsdíoxíðs (SO2) sem stígur upp af hrauninu. Samkvæmt nýjustu mælingum er afgösun SO2 talin vera…