Líklegt áhrifasvæði loftmengunar frá jarðeldunum í Holuhrauni er í dag einkum bundið við landsvæðið nálægt gosstöðvunum og við svæðið til norðausturs, frá Herðubreið í norðri og Kárahnjúkum í suðri. Í dag er vindur á svæðinu mjög hægur og í slíkum aðstæðum getur mengunin sest fyrir í lægðum í landslagi og náð þar háum styrk. Í…
Starfsmaður almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og vísindamenn Veðurstofu Íslands flugu með þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni á fimmtudaginn var. Eitt af megin verkefnum ferðarinnar var að koma fyrir nýjum GPS mæli á toppi Bárðarbungu. Mælirinn er nú þegar farinn að senda frá sér gögn sem staðfesta að askja Bárðarbungu er að síga um tugi sentimetra…
Eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan færist hraunjaðarinn í Holuhrauni nær því að loka vestari á Jökulsár á Fjöllum með hverri stundinni sem líður. Í dag mun koma í ljós hvert vatnið mun leita. Vatnið mun sennilega mynda lón fyrir ofan hraunjaðarinn áður en það nær að renna yfir hraunið. Við munum…
Hraunið sem runnið hefur úr gossprungunni í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls þekur nú rúmlega 17 ferkílómetra. Heildarmagn gosefna í hrauninu er talið vera um 120 milljónir rúmmetra. Til samanburðar má geta þess að Heymaey er 13, 4 ferkílómetrar að stærð. Myndin hér fyrir neðan sýnir hraunið lagt yfir kort af höfuðborgarsvæðinu. Myndin er unnin af Jarðvísindastofnun…
Hér fyrir neðan eru nokkur kort frá vísindamönnum Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Fyrsta kortið sýnir sig yfirborðs Bárðarbungu. Mælingar sýna að yfirborð jökulsins hefur lækkað um 15 metra og er það mesta jarðsig sem mælst hefur frá því mælingar hófust fyrir rúmum 50 árum. Næsta mynd er tekin úr gervitungli NASA og sýnir…
Myndirnar hér fyrir neðan sýna vel siggengið sem myndast hefur yfir bergganginum sem skriðið hefur úr Bárðarbungu frá 16. ágúst. Siggengið er um 1 km á breidd og teygir sig um 2 km undir Dyngjujökul og 10-15 km fram á Holuhraunið. Gossprungurnar tvær í Holuhrauni eru báðar á siggenginu. Sú fyrri og stærri sem opnaðist…
Vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í dag með flugvél ÍSAVÍA TF-FMS. Staðfest er að þrír sigkatlar hafa myndast í Dyngjujökli yfir bergganginum sem hefur skriðið frá Bárðarbungu frá 16. ágúst. Sigkatlarnir voru myndaðir með radarmyndavél og er niðurstöðva þeirra mælinga að vænta á morgun. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem starfsmaður almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra tók…
Vísindamenn fóru í flug með TF-SIF yfir norðanverðan Vatnajökul. Með í ferð voru vísindamenn frá Veðurstofu, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Lagt var upp frá Reykjavík kl 14:00 og er áætlaður komutími til Reykjavíkur um kl 18:00. Engar breytingar sáust á yfirborði jökulsins né á svæðinu norðan Dyngjujökuls. Unnið verður úr gögnum sem aflað…
Þessi mynd af Vatnajökli var tekin fimmtudaginn 21. ágúst 2014 úr gervihnetti NASA. Það verður áhugavert að fylgjast með því hvort yfirborð jökulsins breytist ef jarðhræringarnar sem nú standa yfir enda með eldgosi í jöklinum. Smellið á myndina til þess að sjá hana í fullri upplausn.