Á þriðjudaginn, 18. nóvember, var boðið til opins fundar um brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun frá eldgosinu í Holuhrauni. Að fundinum stóðu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Veðurstofa Íslands, Umhverfisstofnun, Sóttvarnarlæknir og Vinnueftirlit ríkisins. Fundurinn var haldinn í móttökuhúsi Veðurstofunnar, Bústaðavegi 7. Fundinum var streymt yfir netið og er enn hægt að horfa á upptöku af fundinum. Einnig eru glærur…
„Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með svipuðum hætti og verið hefur síðustu vikurnar.“ Þessi lýsing á umbrotunum í Holuhrauni er farin að hljóma ansi kunnuglega í eyrum landsmanna, enda hefur eldgosið nú staði yfir í 79 daga og síðustu vikurnar hefur hegðun gossins líðið breyst. Hraun streymir enn uppúr samfelldri gígaröð eða gosrás, sem er…
Á þriðjudaginn var, 11. nóvember, flugu starfsmenn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra ásamt vísindamönnum frá Jarðvísindastofnun HÍ að gosstöðvunum í Holuhrauni. Markmið ferðarinnar var að kanna framgang gossins, taka sýni úr hraunjaðrinum og síðast en ekki síst að grafa GPS stöðina í öskju Bárðarbungu upp úr snjónum sem fallið hefur á jökulinn síðustu vikurnar. GPS stöðin var að…
Loftgæði eru nú víða slæm á Suðvesturlandi. Samkvæmt vef Umhverfisstofnunar www.loftgæði.is eru loftgæði „slæm fyrir viðkvæma“. Brennisteinsdíoxíð mælist á bilinu 700-1600 µg/m³ á svæðinu frá Hveragerði að Grundartanga. Verst mælast loftgæðin í Grafarvogi í Reykjavík. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er búist við froststillu á gosstöðunum í Holuhrauni en við þær aðstæður má búast við að…
Há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) mælast nú á norðanverðu Snæfellsnesi og í Búðardal. Handheldur SO2 mælir í Ólafsvík sýnir 3700 µg/m³ SO2. Þessar mælingar eru í samræmi við spá Veðurstofu Íslands sem spáði gasmengun á norðvesturlandi í dag. SMS skilaboð hafa verið send í farsímanúmer á svæðinu. Almenningur er hvattur til þess að kynna sér ráðleggingar…
Aukin brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú í Skagafirði. Hæðstu gildi sem mældust í morgun á Sauðárkróki voru 1.7 ppm sem er um 5100 míkrógrömm á rúmmetra. Einnig hefur mælst aukinn styrkur í Stykkishólmi en þar hefur mælst 0.9 ppm en það eru um 2700 míkrógrömm á rúmmetra. Íbúar á svæðinu eru hvattir til þess að…
Aukin brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni. Mælar sýna að styrkurinn er á bilinu 1400-3300 míkrógrómm á rúmmetra. Íbúar svæðisins eru hvattir til þess að fylgjast vel með frekari fréttum og kynna sér vel leiðbeiningar yfirvalda sem finna má hér á síðunni. Hlekkurinn er hér. Fólk með undirliggjandi öndunarfæra sjúkdóma er hvatt…
Mikil brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú á Höfn í Hornafirði. Mengunarmælar sýndu að styrkur SO2 væri á bilinu 9.000-21.000 míkrógrömm á rúmmetra. Almannavarnir hafa sent út SMS skilaboð til íbúa Hafnar í Hornafirði. Almannavarnir hvetja íbúa svæðisins til þess að halda til innandyra, fylgjast með fjölmiðlum og fylgja leiðbeiningum Umhverfisstofnunar og Landlæknis sem finna má…
Frá Veðurstofu Íslands: Í dag (fimmtudag) má búast við gasmengun frá eldgosinu víða á norðanverðu landinu, frá Jökuldal vestur á Strandir. Á morgun (föstudag) eru horfur á mengun á svæðunum norður og austur af eldstöðinni, frá Eyjafirði og allt austur að Höfn í Hornafirði. Spánna má sjá á vef Veðurstofu Íslands, en þar má einnig…
Brennisteinsmengunin á Höfn í Hornafirði er gengin niður. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hefur mælst umtalsverð mengun á Höfn og nærsveitum en hún er nú gengin niður. Veðurstofa Íslands gerir ekki ráð fyrir því að mengunarskýið muni leggja yfir svæðið næstu daga.