CATEGORY -Bárðarbunga

Yfirlit yfir þróun umbrota í Bárðarbungu og eldgoss í Holuhrauni

Á fundi Vísindamannaráðs, í dag miðvikudaginn 3. desember, var farið yfir gögn um þróun atburða í Bárðarbungu og eldgossins í Holuhrauni frá upphafi umbrotanna. Flest fyrirliggjandi gögn sýna að heldur hefur dregið úr bæði sigi Bárðarbungu og gosinu í Holuhrauni. Jarðskjálftavirkni og hraunflæði er þó enn mikið í samanburði við þau eldgos sem orðið hafa…

Fundur um brennisteinsmengun frá eldgosinu í Holuhrauni – Uppfært með glærum

Á þriðjudaginn, 18. nóvember, var boðið til opins fundar um brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun frá eldgosinu í Holuhrauni. Að fundinum stóðu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Veðurstofa Íslands, Umhverfisstofnun, Sóttvarnarlæknir og Vinnueftirlit ríkisins. Fundurinn var haldinn í móttökuhúsi Veðurstofunnar, Bústaðavegi 7. Fundinum var streymt yfir netið og er enn hægt að horfa á upptöku af fundinum. Einnig eru glærur…

Holuhraun, hið nýja, er nú rúmir 72 ferkílómetrar að stærð

„Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með svipuðum hætti og verið hefur síðustu vikurnar.“ Þessi lýsing á umbrotunum í Holuhrauni er farin að hljóma ansi kunnuglega í eyrum landsmanna, enda hefur eldgosið nú staði yfir í 79 daga og síðustu vikurnar hefur hegðun gossins líðið breyst. Hraun streymir enn uppúr samfelldri gígaröð eða gosrás, sem er…

Myndir úr leiðangri almannavarna og vísindamanna að gosstöðvunum í Holuhrauni

Á þriðjudaginn var, 11. nóvember, flugu starfsmenn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra ásamt vísindamönnum frá Jarðvísindastofnun HÍ að gosstöðvunum í Holuhrauni. Markmið ferðarinnar var að kanna framgang gossins, taka sýni úr hraunjaðrinum og síðast en ekki síst að grafa GPS stöðina í öskju Bárðarbungu upp úr snjónum sem fallið hefur á jökulinn síðustu vikurnar. GPS stöðin var að…

Hækkandi styrkur SO2 á Dalvík og nágrenni

Styrkur SO2 á Dalvík og nágrenni hefur verið að hækka nú í eftirmiðdaginn og var orðinn yfir 2500µg/m³ klukkan 17:00.   Íbúar eru hvattir til að forðast óþarfa útiveru, dvelja innandyra og loka gluggum. Einkenni frá öndunarfærum eru líkleg hjá einstaklingum með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma. Frekari upplýsingar má nálgast á www.loftgæði.is og á vefsíðunni http://avd.is/is/?page_id=730  

Greining á áhrifum flóða í kjölfar eldgosa í Bárðarbungu

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Viðlagatrygging Íslands hafa unnið skýrslu „sem hafði það að megin markmiði að greina áhrif flóða í kjölfar eldgoss í Bárðarbungu vegna þriggja sviðsmynda, flóði í Jökulsá á Fjöllum, flóði á vatnasvæði Þjórsár og Tungnaár og flóð í Skjálfandafljóti. Flóð til norðurs í Jökulsá á Fjöllum og Skjálfandafljóti hefur að öllum líkindum umtalsverð…

Hár styrkur SO2 mælist á Húsavík og nágrenni

Nú mælist styrkur SO2 á Húsavík og nágrenni yfir 4000 µg/m³ og eru íbúar hvattir til að kynna sér viðbrögð við SO2 mengun á vefsíðunni loftgæði.is og á vefsíðu almannavarna um eldgosið http://avd.is/is/?page_id=730  má nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar um mengun. Send hafa verið út SMS viðvörunarskilaboð í farsíma á Húsavík og nágrenni. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er búist við froststillu á…

Slæm loftgæði á Suðvesturlandi

Loftgæði eru nú víða slæm á Suðvesturlandi. Samkvæmt vef Umhverfisstofnunar www.loftgæði.is eru loftgæði „slæm fyrir viðkvæma“. Brennisteinsdíoxíð mælist á bilinu 700-1600 µg/m³ á svæðinu frá Hveragerði að Grundartanga. Verst mælast loftgæðin í Grafarvogi í Reykjavík. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er búist við froststillu á gosstöðunum í Holuhrauni en við þær aðstæður má búast við að…

Gasmengun mælist á Hvammstanga

Brennisteinstvíoxíð (SO2) mengun frá eldgosinu í Holuhrauni mælist nú víða á norðvesturlandi. Styrkur SO2 mælist nú 2400µg/m³ á Hvammstanga í Húnaþingi vestra. SMS skilaboð hafa verið send í farsíma á svæðisins. Rétt er að geta þess að reynsla almannavarna er sú að um 75-80% af þeim farsímum sem eru á svæðinu munu fá skilaboðin. Ástæðan…